Árrit Prestaskólans - 01.01.1850, Blaðsíða 43
á jjýzkalandi.
43
sagt, að þæi' væru sprottnar af tljúpri trúarreynslu
og þekkíngu; þær voru ekki sprottnar af aunari rót,
en mjög óljósri frelsislaungun, sem um þær muntlir
var hvervetna farin að koma hreifíngu af stað í vest-
ur hluta norðurálfunnar. Frelsis tilraunir þessar
börðust fyrst og fremst fyrir þvi, að losa kyrkjuna
undan ánauð, koma á þjóðlegri kyrkjustjórn, sem ó-
háð væri rómversku kyrkjunni. Hin svo nefnda
Emsargjörð, (Emser Punctation), sem samin var af
erkibiskupum þeim 4, sem þá voru á jiýzkalantli (í
Mainz, Köln, Trier, Salzborg), liefði komið mikilli
breitíngu á í þessu efni, ef henni liefði nokkurntíma
verið framfylgt. En stjórnarbiltíngin dundi yfir, og
aptraði því, að þessar ráðagjörðir fengi framgáng.
3>egar ófriðnurn var lokið og Rómaborg bafði bent
á þá stefnu, sem hún ætlaði að halda í kyrkjustjórn-
inni með því að stofna á ný Jesúitaflokkinn, voru
mörg kyrkjuefni í jiýzkalandi komin í annað horf.
Flokkur sá, sem barðist fyrir frelsi þjóðkyrkjunnar,
var farin að draga sig í hlje, þvi bæði hafði hann
á sjer lítinn þokka stjórnendanna og fáa átti hann
talsmenn, sem nokkuð kvað að, meðal hinna æðri
andlegu stjettar manna. tókst hinum flokknum,
sem barðist fyrir hinni rómversku kyrkjuskipun, að
verða mestu ráðandi í öllum kyrkjumálefnum og
tryggja páfastjórnina með samníngum við stjórn-
endur á Jíýzkalandi. Hinn frjálslundaði flokkur
veitti litla mótstöðu framanaf, en smámsaman efld-
ist hann og leitaðist við að rjetta aptur við sinn hlut.
Báðir flokkar hafa síðan harist um yfirráðin sín á
milli. Annar þeirra berst af aleíli fyrir grundvall-
arreglum rómverska stólsins og er því kallaður hinn
handari flokkur (ultramontan), að hann á lánardrott-
inn sinn og æðsta stjórnara fyrir sunnan Alpafjöll
og hefur þar allan áhuga sinn. Ilinn ílokkurinn