Árrit Prestaskólans - 01.01.1850, Side 29
Skírsla um ástand prestaskólans.
29
ast, lialda lærdómsyökunum sínum lengur áfram, án
f>ess þó, aö þeir |)á geti búist við nokkrum Qestyrk
frá prestaskólanum; eins mega forstöðumenn presta-
skólans að hinu leytinu veita leyfi til að taka em-
bættispróf eptir skemri undirbúníngs tíma en tvö ár^
hverjum fteirn, er til þess þykir fær.
e) A ári hverju skal halda próf á prestaskólan-
um í heyranda hljóði og skal því svo til haga, að
það beri ekki uppá þann tíma, sem burtfarar- eða
aðalpróf er haldið í latínuskólanum. I þessu prófi
skal reyna prestaefnin í öllum þeim greinum, sem
kenndar hafa verið, eptir þeim reglum, er siðar skal
nákvæmar ákveða. Að loknu prófinu skal gefa að-
aleinkunn, er heitir:
fyrsta einkunn,
önnur einkunn, eða
pi'iðja cinkunn.
f) Uppfrá þeim tínia, að prestaskólinn er tek-
in til starfa, verða brauð á Islandi veitt með því
skilyrði, að sá, er um brauð sækir, hafi tekiö burt-
farar próf á prestaskólanum; samt, skulu þeir, sem
þegar eru útskrifaðir úr latínuskólanum, halda rjetti
þeim, er þeir nú hafa, til að fá brauð á íslandi;
þó skulu þeir af þeim, sem vilja leita sjer meiri
menntunar á prestaskólanum, einkum teknir til
greina við brauða veitíngar, ef þeir gáriga undir próf
á prestaskólanum.
g) Prestaskólanum er ætlað húsrúm það, sem
honum er fyrir búið i skólahúsinu; en það er ein
stofa til fyrirlestra og eitt svefnhús handa 10
mönnum.
h) Prestaskólann skal í öllu tilliti álita jafn-
hliða hinum lærða skóla og eins og hann vera und-
ir yfir umsjá stiptsyfirvaldanna; öll nákvæmari um-
sjá skal falin forstjóra, sem kallast Lector theologiœ,