Árrit Prestaskólans - 01.01.1850, Blaðsíða 49
á jjj'zkalandi.
49
ur viö að sýna að það sje gagnstædt ritníngu og
sannleika. Hann ávarpar biskupinn opt á þá leiðj:
„vitið {)jer það ekki“, „það hljótið þjer að vita sem
biskup“. Allur andi brjefsins var vel fallin til þess
að vekja hluttekníngu margra Jjóðverja, hvort sem
þeir voru heldur katólskrar trúar eða prótestantiskr-
ar, og jafnskjótt sem hljóðbært var orðið aðsetur
höfundarins og nafn hans, dundu utan að lionum úr
öllum áttum þakkar ávörp, íjárgjafir og heiðurs bik-
arar eins og siður er orðin á jþýzkalandi, ef e'n"
liver þesskonar hreifíng kemst á hugi manna. Höf-
undur brjefsins bjet Jóhannes Ronge, og nú var
flokkur sá, sem lengi haíði beðið oddvitalaus búin
að fá forgaungumann, sem opinberlega gekk í ber-
högg við rómversku kyrkjuna. Ronge varaffátæk-
um komin, ættaður úr Slesíu, fæddur 16. október
1813. Framanaf bar ekki á sjerlegri innri köllun
hjá honum til nokkurs einstaks, og það var einkum
vegna vanefna foreldra sinna, að hann lagði fyrir sig
guðfræði; fyrst sótti hann skólann í Neisse, oggeð-
jaðist honum lítt að hinum fornu túngum, en miklu
fremur að ritum þjóðar sinnar, einkum mannkyns-
sögunni eptir Rotteck. Frá árinu 1836 stundaði
liann guðfræði í Breslau; á prestaefnaskólanum varð
hann fráhverfur katólsku kyrkjunni í liuga sinuin;
árið 1841 varð hann þar aðstoðarprestur. Ritgjörð
nokkur í saxlenzku blaði móti klerkum erkibisk-
upsins í Breslau gjörði hann grunsaman; honum var
vikið frá embætti, tókst hann þá á hendur barna-
kennslu fyrir prótestantiska embættismenn nálægt
landamærum Rússlands. jþaðan ritaði hann brjefið
Arnoldi biskupi, og skömmu síðar önnur smárit, svo
sem: ávarp til hinna óæðri meðal andlegu stjettar
katólskunnar um það að brjóta af sjer fjötur þau,
sem sviptu þá öllu andlegu frelsi, en gjörast þýsk-
4