Árrit Prestaskólans - 01.01.1850, Page 104
101
Martensen nni
ir, aft Kristur sje sannarlega nálægur og gefi sjálf-
an sig sannarlega'í Kvöldmáltíðinni.
Katólskir menn taka þetta svo beint eptir orð-
unum, ab þeir ónýta i þesSari þjónustugjörð allt, sem
er náttúrlegt og á að merkja sameiníngu við Krist;
þeir balda, að hinir líkamlegu hlutir breytist bein-
línis í líkama og blóð Drottins og að efnið í brauð-
inu og víninu verði að sama efni, sem er í Krists
líkama og blóði, svo ekki sje annað eptir af enu
jarðneska brauði og víni en útlitið eitt saman. jþess-
ari eðlisbreytíngar kenningu, sem ekkert lætur verða
eptir af líkamlegu hlutunum nema tóman svipinn
og meiðir ríki náttúrunnar til að gjöra ríki náðar-
innar vegsamlegt, mótmælir öll evangeliska kyrkjan
og tekur það fram, að likamlegu hlutirnir haldi sjer
og eðli sinu og „að hrauð sje brauð og vín sje vín“,
og að það sje aðeins til merkis um Krists líkama
og blóð. ÖIl evangeliska kyrkjan fellst á þessi orð
Zwínglís: petta merkirl að því leiti sem þau koll-
varpa eðlisbreytíngar kenníngu katólskra manna og í
þessu sambandi við kyrkjusöguna verður skoðan haris
á kvöldmáltíðinni merkilegri en ella. Að vísu komst
Zwingli sjálfur lítið lengra en þannig að mótmæla
katólsku kenníngunni og Ijet þar við sitja; þar á
mót vildi Lúter ekki sleppa sannarlegri návist drott-
ins í kvöldmáltíðinni x) en sagði þó, að þessi návist
væri hulin og falin undir brauði og víni og að himn-
eskum náðargjöfum hennar væri útbítt í þessum lík-
amlegu jarteiknum, með þeim og undir þeim. Kal-
vín reyndi til að fara mitt á milli Zwínglís og Lút-
ers; en kenníng hans um sannarlega nálægð Krists
í sakramentunum er að sinu leiti eins einstrengíngs-
*) í Ágsb. trúarj. X. gr.: qvoð corpus et sangvis Cliristi
vere adsint et distribuantur vescentibus ín coena domini.