Árrit Prestaskólans - 01.01.1850, Blaðsíða 73
á jíýzkalandi.
73
|)á eina, sem ineft mannlegri játníngu votta |sig að
vera kjörin verkfæri sannleika og rjettlætis.
Ilvað áhrærir vísinda ástand þessa flokks, ()á er
liann ófær til þess að vyrða fyrir sjer kyrkjuna á
vísindalegan hátt, því kyrkjan ber honum fyrir sjón-
ir eins og lireifíngarlaust efni, sem enga sögu á
sjer, og er þessvegna óransakanleg mannlegum
skilningi. Vísindaleg þekking á eðli kyrkjunnar er
þaraðauki eptir áliti þessara manna eins óþörf eins
og hún er óvinnandi verk, því kyrkjan er ekki á
framfara skeiði, heldur er hún þegar fullgjör og á-
kvarðanir liennar bjóðandi. Jareð nú þessi ílokk-
ur hvorki er fær um, nje finnur þörf til að skapa
nokkurt vísindalíf, þá stendur honum stuggur af
allri vísindalegri ransókn, og j)egar skoðun hans
kemst i bága við hina vísindalegu skoðun, fer þess-
ari stefnu á líkan hátt og katólsku kyrkjunni, hún
hefur ekkert að bera fyrir sig annað en hið ytra á-
lit, og jafnframt því, annaðhvort sárar harmatölur,
eða beiskyrði og bannfæríngar, þó hvorttveggja sjeu
fánýtar verjur í vísindalegum efnum.
Ilin kyrkjulega stefna.
Miðs vegar milli þessara llokka heldur stöðugt
og viðstöðulaust áfratn liin þriðja stefna, sem telja
má kjarna evangelisku kyrkjunnar, það er sá flokk-
ur, sem hefur fótfestu sina á grundvelli þeim, sem
lagður er, en álítur þó ekki kyrkju byggínguna al-
gjörða, eða hina ytri lögun kyrkjulærdómsins ó-
hagganlega. Umþessa stefnu má það segja, að hún
er fastheldin við það forna, en þó móttækileg fyrir
hið nýa, bindur hið umliðna við hið ókomna; þessi
stefna gætir því ein hinnar sönnu fastheldni og
ræður mestu bæði i lífi manna og vísinda, hún er og
hin kyrkjulega stefna vegna þess, að í henni byrtist