Árrit Prestaskólans - 01.01.1850, Side 59
á Jjýzknlamli.
59
yfir jiýzku katólskunni og skoða hana svo, að hún
sje ekki annað en veraldlegt Qelag, sem ekkert eigi
skylt við kyrkjuna, einsog sumir í prótestantisku
kyrkjunni hafa gjört. Jeir, sem svo dæma, þykjast
einkis annars verða varir í jjýzku katólskunni en
ókj'rkjulegs anda, og keppast í ofsókn við rómversku
kyrkjuna. Jarsem farið hefur verið að fortölum
þessara manna, hefur [>ýzku katólskunni veriðsynjað
um vernd laganna í prótestantiskum löndum.
Meiri hluti prótestantisku kyrkjunnar hefur farið
liinn rjetta meðalveg milli þessara gagnstæðu flokka.
Hann hefur kannast við kostina, gjört sjer grein fyr-
ir breiskleikanum, og tekið hart á hirium hættuleg-
ustu annmörkum á þýzku katólskunni; hann hefur
ekki gleymt mismun þeim, sem er á milli siðabótar
16du aldar og Ronges, og varið sig móti árásum
þýzsku katólskunnar.
Að því leiti sem þýzka katólskan rís upp á móti
villu og anmörkum rómversku kyrkjunnar, hefurhúri
rjett, fyrir sjer, og fer að dæmi prótestantisku kyrkj-
unnar, og að því leiti hún byggir á ritníngunni svo
sem efstu uppsprettu trúarinnar, styðst hún á sama
grundvelli, sem prótestantiska kyrkjan. Að vísu
beitir hin þýzka katólska útþýðingu á heilaga ritn-
íngu, sem leitast alstaðar við að láta mannlegt hyggju-
vit ráða, en rýma burt öllu guðdómlegu í sögunni
og lærdóminum, og hafa þessvegna 2 guðfræðíngar,
sem gengu i söfnuöinn, sagt skilið ajitur við fjelagið.
En vegna þess að kyrkjufjelag þetta játar þó hei-
laga ritníngu, sem grundvöll trúarinnar, og hefur í
heiðri sakramenti kyrkjunnar jafnframt orðinu, þá
eru þetta frækorn, sem borið geta síðar rikuglegan
ávögst, og sæmir það ekki kyrkju prótestanta að kæfa
þau með hroka og óiniskunsemi, heldur miklufrem-
ur að leggja við þau rækt af allri alúð. Menn mega