Árrit Prestaskólans - 01.01.1850, Page 102
102
Martensen um
Yifiurkeniiínga fara menn fyrst aft verða varir við
leyndardóma kvöldmáltiðarinnar. I kvöldmáltíðinni
ega trúaðir ekki einúngis að líta aptur til urnliðins
dauða og krossfestíngar drottins, heldur ega þeir
að líta upp til lausnara sins, senr er upprisin og
uppstígin til hirnins og mun uppfylia söfnuð sinn
með fyllíngu máttar síns, og sem lætur afl sinna orða
birtast í sakramentunr sinum þar sem þeim er þjón-
að eins og hann hefur boðið.
(261. yr.)
Með því nú leyndardómur kvöldmáltíðarinnar er
í því fóigin, að hún er ekki einúngis mannleg þakk-
lætis minníng, heldur einnig embætti frelsara vors,
sem vppstíyin er til himins, og lifandi samteng-
ing himins og jarðar, þá liggur að'þessu leiti bein-
ast við að skoða hana sem helgan pant endurný-
unar sáttmálans. Eins sannarlega og þú etur af
þessu brauði og drekkur af þessum kaleik, eins
sannarlega endurnýar drottinn við þig náðarsáttmála
sinn, sem hann gjörði við þig í skírninni og full-
vissar þig af nýu um fyrirgefníngu þinna synda og
heitir þjer af nýu huggun sinnar friðþægíngar. En
þó mikið sje varið í þennan skilníng á leyndardóm-
inum, nær hann þó ekki allri þýðíngu hans. Drott-
inn tengir ekki við kvöldmáltíö sína eiritómt fyrir-
lieit um fyrirgefníngu syndanna eða eina saman
fullvissan um náðina, heldur veitir liann sínum börn-
um nýja endurlífgun í enum helgu pönturn. Jetta „er“
minn líkami, þetta ,er“ mitt blóö *). llversu mjög
sem menn kann að ágreina i útþýðíngu þessara orða,
benda þau þó til verulegs lífsfjelags við drottinn.
„Ef þjer etið ekki mitt hold og drekkið rnitt blóð,
‘) Malth. 26, 26—28. Mark. 14, 22—24. Lúk. 22, 10, 20.
1 Kor. 11, 24, 25.