Árrit Prestaskólans - 01.01.1850, Blaðsíða 143
Hóla byskups.
143
hann kalls og embættis, f>víað slíkur þrjózkufullur
pávadómur er óþolandi. 5) Prestar ega að viðhalda
vel brauðum sinuin með öllu því, er þeim fylgir, en
sjeu Jieir ekki færir um það, þá setji Jieir veð eða
útvegi sjer ábyrgðarmann.
Á prestastefnu 1579 ljet hann skipa Erlendi presti
Pálssyni Breiðabólstað aptur, er leikmenn vildu taka
frá lionum fyrir fiað er hann hafði gengið í þing-
deild fyrir bróður sinn um Narfastaði, er Páll Jóns-
son á Staðarhóli vildi taka af honurn, og svo Jóni
presti Fell, sem leikmenn höfðu sakað um hórdóm,
en fengu ei sannað. Já Ijet hann og banna prest-
um bæði að taka heimuglegar skriptir þegar þeir
færu að skira börn eða grafa menn, svo það yrði
þessum verkum ei til fyrirstöðu; og að biðja fyrir
dauðum. Tilskipanir þessar lýsa því, hve mikil og
margföld óregla sú var, er Guðbrandur byskup átti
við að striða. Hyrðuleysi og vanþekkíng prestanna
var frammúrskarandi *); þeir vanræktu messugjörðir
í kyrkjunum, en embættuðu i bænabúsitm einstakra
manna, þvert á móti því, sem Kristján konúngur þriðji
Itafði boðið í tveimur brjefum sínum frá 1555 og 1556;
eins tóku þeir til altaris hvern er vera skyldi, hvort
Iteldur liann kunni nokkuð eða ekki neitt og var
þetta svo rótgróin óvenja, að það kom fyrir alls ekki,
*) Guðbrandur byskup getur þess í einu brjefi síim til Páls
byskups 1574, a5 3 prestar hafi þann vetur orðið hórsekir; tveir
þeirra þá í annað sinn og hinn þriðji með frillu sonar sins.
Sem merki uppá fákunnáttu presta , kemur hann með í sama
brjefi, að barn eitt var skírt skeinri skirn og síðan farið nieð
það til prests. Skírði prestur barnið upp aptur og kvað hina
fyrri skirn vera ónýta sökum þess að svo hefði verið komist
að orði: jeg skíri þig Jón, í staðin fyrir: Jón! jeg skíri þig;
um þennan prest segir hann, að hann sje illa læs og kunni
ekki fræðin; enda var hann scttur af emhættinu. shr. Fiuns
byskups kyrkjus. 3. p. hls. 387—80.