Árrit Prestaskólans - 01.01.1850, Blaðsíða 120
1-20
Martenscn tim
uppáleggíngu öldúnganna®J). Jjónustu sakrainent-
anna er svo varift, að [tað verður að veita þau eptir
innvortis ástandi þeirra, sem þeirra neyta; hið sama
er að segja um prestsvígsluna, hún má ekki veitast
öðrum en þeim, sem hafa innvortis hœfilegleika tii
embættisins, og Páll postuli áminnir þegar Timóte-
us um að vera ekki of fljótur á sjer í að leggja
hendur yfirneinn *).
Athugasemd. jieir sem lieyra til katólska klerka-
valdsins, þykjast sjálfir vera rjettir erfingjar post
uladæinisins og vera komnir af postulunum í beinni
röð fyrir handa uppáleggíngu, þótt þeir standi á
inisjöfnum vígslupöllum. En vjer könnumst ekki
við þennan erfðarjett til postuladæmisins, því að
bæði er það, að það verður ekki sannað, að þessi
röð hafi einlægt haldist við, og líka hitt, að með
því engin eptir postulanna daga getur sýnt, að
hann hafi verið sömu gáfum gæddur og þeir, ogpost-
ularnir liafa heldur ekki, svo sannað verði, látið
eptir sig reglur um stjórn kyrkjunnar eptirleiðis, þá
hverfur stjórnarvald þetta apturtil safnaðarins sam-
kvæmt tilskipunum postulanna. Sje nokkur erfíngi,
þá er það söfnuðurinn. jþað er söfnuðurinn, sem kall-
ar þjóna sína og fær þeim í hendur þetta embætti,
sem drottinn hefur tilskipað, í því trausti, að herra
safnaðarins muni gefa þeim anda sinn til þess, sem
er gott og gagnlegt. Að vísu vitum yjer, að skömmu
eptir daga postulanna, tóku biskupar að stjórna
kyrkjunni; en klerkavaldið kom upp seinna; því að
einmitt í þeim biskupum, sem komu næst á eptir
postulunum og sumpart vóru lærisveinar þeirra, náði
kristilegt fjelagslíf sínu mesta fjöri. jieir vóru
þjónar safnaðarins í æðstu merkíngu orðsins, að dæmi
>) 1. Tim. 4, 1?—14. *)•!. Tím. 5, 22.