Árrit Prestaskólans - 01.01.1850, Blaðsíða 150
150
Æfi Guðbrandar
þræta sú, sem Guðbrandur byskup átti í vift Jón
lögmann, er var einhver binn mesti höfðíngi bjer á
landi í þá daga. Hann var f'æddur að Svalbarði í
Eyafjarðarsýslu árið 1536; faðir bans var Jón Magn-
ússon merkismaður og ríkur; frá honum er sval-
barðsætt. Jón bjó fyrst að Vindheimum og kallaði
sig því „Vindheima Jón*. 1569 náði hann Reini-
staðar klaustri undan Gisla Gunnarssyni frænda sín-
um og fjekk um sama leyti Hegranessýslu, en níu
árum síðar náði hann einnig með fylgi Jóhanns
Bucbholts höfuðsmanns Jíngeyra klaustri undan Hin-
riki Gertsen, þó hann hefði höfuðsmanns brjef fyrir
því; hann náði og síðan Húnavatnssýslu og Vatns-
dals jörðum, Stranda jörðum og Miöfjarðar jörðum,
Snæfellsnessýslu og Stapa umboði og 1574 varð
hann lögmaður; var hann hinn mesti uppgángsmað-
ur, hjeraðsríkur og fjegjarn og segir Espólin í ár-
bókum sínum, að hann hafi verið túngumjúkur við
höfðíngja og stórlátur og hinn mesti óvin óvina
sinna. Með þeim Guðbrandi byskupi og Jóni lög-
manni var vingott i fyrstu; en bráðum tók þaö að
spillast og heldur að skerast í greinir með þeim,
ogháru til þess margir lilutir, bæði það, að þeir vóru
háðir menn stórlyndir, byskup fjeglöggur og kepp-
in, en lögmaður ágengur, uppöðslumikill og und-
irförull og líka hitt, að þeir urðu yfrið margt saman
að eiga; þaraðauki drógu allir leikmenn fúslega taum
Jóns lögmanns og löttu hann ekki, þvíað hatur var
innkomið milli þeirra og kennidómsins að fornu og
vildu þeir nú gjarnan vinna það upp, er þeir þóttust
hafa farið halloka fyrir hinum fyrri byskupum; þeir
fundu líka, að hann keppti við þá, en vissu, að liann
var í óvináttu við Bucholt höfuðsmann; það er líka
jafrian vant að vera svo, þegar skiptir um háttu og
meiníngar manna, að hófsins er ekki gætt og er þá