Árrit Prestaskólans - 01.01.1850, Qupperneq 55
ií þýzkalandi
55
síðar ritaði Czerski brjef öllum postullega katólsk-
uin söfnuðum; segir hann þar: að það sje ekki um
skör fram, þó þeir hneigslist á þeirri trúarjátníngu,
sem sneiði hjá öllu því, sem einkennilegast sje krist-
indóminum. Jriðja brjefið segir frá sameiníngu
safnaðanna í Schneiðemuhl og Thorn, og er um leið
bænarávarp til konúngsins; er þar kvartað yfir, að
fundurinn í Leipzig hafi með vanlielgri hendi áreitt
hina almennu trúarjátningu, en apturámót tekið fram,
að söfnuðir þeir 2, sem nú var getið, byggðu trú
sína á þessari trúarjátníngu, og gætu því verið sam-
dóma Ágsborgartrúarjátníngunni í öllnin aðalatrið-
uin; síðast erbæn til stjórnarinnar, að hún veiti þess-
um söfnuðum og þeim, er kunni að gánga í íjelag
með þeim, ásjá sína og rjettindi, sem kristnu trúar-
fjelagi sjer. Bráðum kom svar ámóti þessuin árás-
um Czerskis, var það frá forstöðumönnum þýzk-
katólsku safnaðanna í Dresden og Leipzig; segja
þeir þar, að þarsem talað sje um trúarjátníngu,
sem sneiöi hjá að tala um Krist, neiti guðdóm lians
og raski grundvelli kristinnar trúar, þá nái það
engri átt, að stefna þeirri sneiö að sinni trú-
arjátníngu. j)eir kváðust skírt liafa tekið fram, að
öll heilög ritníng væri grundvöllur trúar þeirra og
trúarjátníng sú, sem þeir hefðu kveðið upp með,
innibindi auriganvegin í sjer alla trú þeirra, heldur
einúngis skírt og einfaldlega aðalatriði trúarinnar.
Skömmu síðar skarst líonge í leikinn, þegar
hann á ferð í suður þýzkalandi samdi rit eitt „á móti
hinum fornu og nýu óvinum“; kom það út í Worms
1845, lýsir hann sjer þar mótföllnum Czerski og bein-
ist jafnvel á móti prótestantisku kyrkjunni í Jýzka-
landi og öllu því, sem áleit kristindómin eitthvað
æðra enn smíði náttúrunnar.
Að vísu komst nokkurskonar sátt á rnilli odd-