Árrit Prestaskólans - 01.01.1850, Side 100
100
Martensen um
eru. Aft sleppa eða breyta þessari trúarjátníngu
vifi skirnina, eins og gjört hefur verið sumstaftar á
seinni timuni, lýsir misskilningi á sjálfum sakra-
mentisorðunum, nafni föðursins, sonarins og and-
ans“, jiví að symbolum apostolicum, eða hin postul-
lega trúarjátníng, er einmitt hin kyrkjulega útskýr-
ing þessara drottins orða.
(258. gr).
Við barnaskírnina bætist konfirmazíónin, sem
staðfesting skírnarinnar. Konfirmazíónin er ekki til
sett af drottni, heldur verður að skoða hana sem
verk andans í söfnuðinum. Væri konfirmaziónin í
evangelisku kyrkjunni eins og hún á að vera, þá
væri hún vottur þess, að hið persónulega trúarlif fer
þá að hreifa sjer hjá únglíngunum og að hvítasunnu
hátíð þeirra rennur þá upp. Jví eins og þessi þjón-
ustugjörð af kyrkjunnar hálfu er vígsla til ens per-
sónulega trúarlífs og inntaka i rjettindi fullorðinna,
eins ega þá og únglingarnir að gjöra hina góðu
játningu i viðurvist margra; þeir ega þá sjálfir að
játa, að þeir sjeu fjelagslimir þeirrar kyrkju, sem
postularnir hafa stofnað. Menn ega því bæði í und-
irbúníngi barna undir fermíngu og í kristilegri barna
uppfræðíngu yfir höfuð að hafa þann aðaltilgáng, að
reyna til, eptir því sem unnt er, að fá því áorkað,
að konfirmazíónin geti orðið sannarlega vekjandi
fyrir börnin og miðað til að uppvekja hjá þeim, ekki
einúngis lielg heit og áform, heldur umfram allt helg-
an fögnuð yfir náðargjöf skírnarinnar og þeim rík-
dómi fyrirheitanna, sem þeim er veittur með hin-
um nýja sáttinála.
(259. gr).
Skírnin er sakramenti barnanna, en kvöldmál-
tiöin er sakramenti fullorðinna rnanna. Skírnin er