Tímarit - 01.01.1869, Page 7

Tímarit - 01.01.1869, Page 7
7 1846, er engan slíkan mismun gjörir, og opið bréf 26. september 1860, erheflr aðrar ákvarðanirum hinn forna hluta Reykjavíkur, en hinn nýja). Þó bæir standi á útjörð kaupstaðar eða fyrir utan sjálft húsaþorpið, er engin ástæða til að álíta, að aðrar reglur skuli gilda um þá, enn bæi, er með öllu standa fyrir utan kaupstaði, og verður því að liggja á þeim al- þíngistollsskylda, ef þeim fylgir meira land en 1 hndr. Þegar kaupstað fylgir land, er meira er en 1 hndr., má skoða kaupstaðinn sem jörð í tilliti til blettsins og verður þá að mega jafna alþíngisgjaldi á blettinn. Á eyðijörðum, sem fyrrum hafa verið bygðar, en nú eru fallnar í eyði, virðist eins liggja alþíngistolls- skyld, sem þeim, er bygðar eru, þvt lagaboðið tilgreinir eigi, að búið skuli vera á þeim jörðum, er alþíngisgjaldi skuli jafna á, heldur talar um allar jarðir jafnt yflr höf- uð, og gjörir þannig byggíngu jarða eigi að skilyrði fyrir alþingistollsskyldunni. Vér höfum nú þannig álitið, að hús yfir höfuð í kaupstöðunum, hvort sem þau væru úr steini, timbri eða torfl og eins þurrabúðir fyrir utan þá, væri allt ann- að enn jarðir eða jarðagóz, og að alþíngistoliur því eigi væri lagður á slíkar húseignir við lagaboðið 18. júlí 1848, er að eins leggur hann á jarðagózið og lausa- fjártíundarhundruðin; líka álítum vér, að sé undanþegnir alþíngisgjaldi blettir þeir í kaupstöðunum, er lögum sam- kvæmt fylgja þar húsum, og þeir, sem fyrir utan kaup- staðina fylgja þurrabúðum, þegar þeir eigi eru stærri en 1 hndr., svo að býlið sé að álíta þurrabúð en eigi jörð. Önnur mótsetníng við jarðir, ennhúseign, erulend- ur þær, er engin byggð er í, og sem aldrei hafa verið

x

Tímarit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit
https://timarit.is/publication/91

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.