Tímarit - 01.01.1869, Page 86

Tímarit - 01.01.1869, Page 86
86 virðist sem þeir Lambi og Sigfús hafl ekki kvongast fyrr enn eptir 940, en það getur raunar verið, að þeir haíl þá verið rosknir. Sighvatur hefir heldur verið yíir enn undir fimtugt er hann kom út, en Sigmundur fulltíða, og líklega kvænst um það leiti. í*á hefir víða verið numið landið, enda var það Einhyrníngsmörk sem Sig- hvatur nam, þar er nú afréttur (Grænafjall?) mun land- nám hans aldrei hafa orðið svo fjölbyggt, að það gæti myndað sérstakt umdæmi eða goðorð. Og naumast er líklegt að Síghvatur hefði fengið marga af mönnum Hængs í þíng með sér, þó hann hefði viljað taka upp goðorð. Enda er svo að sjá sem þeir frændur hafi ekki átt mikið undir sér, þegar Önundur mágur þeirra féll í sekt, annars hefði þeir ekki látið það viðgángast. Raun- ar má ætla að Sighvatur hafi þá verið dáinn, en synir hans í æsku, en þá má líka jafnframt ætlo, að goðorð- ið hefði gengið úr ættinni — þó hún hefði átt það — þegar enginn var til að veita því forstóðu. Ef goðorð hefði gengið í ætt Sighvats, þá hefði Sigfússynir átt hlut í því, og þá hefði Höskuldur son Þráins verið borinn til mannaforræðis, en af Njálu er svo að sjá, sem það hafi ekki verið. Hér að auk er óskiljanlegt að Hrafn lögsögumaður skuli ekki vera talinn með höfðíngjum, eins og þeir Mörður og Jörundur, ef hann hefði haft hið þriðja lögfullt goðorð í Rángárþíngi. 1*30 verður annars ekki varið, að riki Marðar kemur næstum því eins og upp úr miðju kafi, og gefur þann grun, að Mörður hafi á einhvern hátt fengið goðorð sitt frá þeim Hofsfeðgum, Hrafni og Sæbyrni syni hans. Það er nú ekki öldúngis ómögulegt, að Hrafn hafi sleppt goðorði sínu löngu áður en hann lét af lögsögn — því til að vera lögsögumaður þurfti ekki veldi, heldur persónulega

x

Tímarit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit
https://timarit.is/publication/91

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.