Gefn - 01.01.1870, Qupperneq 1
Vér verðum að innleiða rit þetta med laum orðum, eink-
um til þess að drepa á meuntunar-ástand lands vors, af
því það verður þó aðaltilgáugur ritsins. Vér ætlum samt
ekki að gefa neina nákvæma bókmennta-sögu eða rekja neitt
nákvæmt áratal, heldur munum vér einúngis gera nokkrar
almennar athugasemdir.
J>að er lángt síðan menn fundu nauðsyn á að hafa tíma-
rit, sem léti menn vita af hvað gerðist í heiminum: þegar
á dögum hinnar rómversku þjóðstjórnar, áður en Júlíus Cæsar
var uppi, voru dómar, fæðíngar og lát manna rituð á bókfell
og gerð heyrum kunnug; slíkar rollur voru eins konar dagblöð
og kölluðust »acta diurna«, en þeir nefndust »actuarii« er
sömdu, og voru embættismenn. En samt dattengum í hug
að láta í ljósi meiníngar sínar á þenna hátt, né segja fréttir
og atburði öðruvísi en þaðan af tíðkaðist um lángan aldur
í kroníkum og annálum, þar sem ekkert var annað skrásett
en áratalið og atburðirnir með sem allrafæstum orðum, áu
þess menn yrði nokkurs vísari um aðdraganda eða smáatvik
atburðanna; og ekki fyrr en á 15. eða 16. öld fór að bóla
á eiginlegum dagblöðum. Vér þurfum ekki að lýsa því, hve
nauðsynleg þau nú þykja; engir þeir, sem reikna sjálfa sig
í manna tölu, geta án þeirra verið, því alltaf finna menn
meiri og meiri nauðsyn til samverkunar og samvinnu í lieim-
inum, og það sem mest eflir þetta, eru bækur, dagblöð
og tímarit. J>ad er raunar engin furða, þó vér Íslendíngar
höfum orðið á eptir í þessu sem öðru; slíkt orsakast af eðli
og afstöðu lands vors og fámenni voru, og verður því ekki
1