Gefn - 01.01.1870, Side 4
4
tímarit, sem koma út með laungu millibili, og geta þau verið
vikublöð, mánaðaiit, eða lengra á milli. í þau má koma
lengri ritgjörðum en í þau blöð, sem koma út á hverjum
degi, og slík blöð geta heldur ekki með neinu móti staðizt
á íslandi. j>að hefir alltaf orðið mönnum ljósara og ljósara,
hversu nauðsynlegt það er að halda mönnum vakandi og
verja þá þeirri deyfð og eymd, sem leiðir af fáfræði og
skorti á andlegum efnum sem geta vakið umþenkínguna —
og það enda þó menn ekki fallist á allt sem sagt er. J>essa
vegna hafa alltaf ný tímarit risið upp á meðal vor — því
ef nokkur þjóð er til í heiminum sem ekki einúngis hefir
þörf á bókum, heldur og einnig er fær um að færa sér bækur
í nyt, þá eru það Íslendíngar. Á þessari tilfinníngu var
Fjölnir bygður, og hann var það einasta verulega mennt-
andi tímarit sem kom eptir Klausturpóstinn, og því skulum
vér fara nokkrum orðum um hann.
Yér erum ekki hræddir við, þó sumir kanuske brigzli
oss og kalli oss »laudatores temporis acti« — að vér segjum
að »góður sé hverr genginn«; en oss finnst nú, sem miklu
bjartara væri yfir laudinu með tilliti til bóklegra efna fyrir
svo sem þrjátíu árum en nú. |>að er öldúngis víst, að
jafnvel þó vér ættum margt gott um það leyti, þá hófst nýtt
tímabil í menntunarsögu lands vors med Fjölni — það var
eins og morgunroða slæi yfir; það var eins og framtíðin
sæist í fjarska, fögur og skínandi, og þó óviss og dauf. Vér
munum enn eptir því, þegar fyrstu árin af Fjölni komu
út, og vöktu hreifíngu sem aldrei fyrri hafði orðið vart við;
eldri mönnunum þókti nóg um, og þó spyrntu þeir ekki við
að hann vekti þá; ýngri mennirnir tóku honum báðum hönd-
um. Raunar var margt í honum eintrjáníngslegt og und-
arlegt, sem ekki var furða, því svo fer ætíð þegar menn
eiga von á sterkri mótspyrnu og fastheldni við það sem
landfast er orðið. En þau áhrif, sem Fjöluir liafði, voru
engu að síður svo mikil, að það má segja að um þau sjö
eða átta ár, sem hann kom út með óskiptum krapti enna
fjögra höfunda hans, þá hafi einna fegurst tíð verið á Is-