Gefn - 01.01.1870, Page 10

Gefn - 01.01.1870, Page 10
10 eða talað af embættismanninum eða bóndamanninum, og þetta er sá kostur sem ailar þjóðir mætti öfunda oss af. Að Islendíngar eru sú hin einasta þjóð Norðurálfunnar sem á fornrit, rituð af þeirra eigin forfeðrum á ennþá óbreyttu máli, og að þeir geti fært sér þau í nyt og haft þau til allrar andlegrar undirstöðu, það þurfum vér ekki að minna á. Fornritvor eru raunar ekki jafu fjölskrúöug og fornrit Grikkja og Kómverja; vor rit eru mest megnis einúngis sögur, lög og kvæði, þar sem þeirra rit yfirgrípa alla mannlega þekkíngu; oss vantar þar til að mynda náttúrulegar rannsóknir, mál- snildarrit og alla heimspeki, en í þessum greinum eru Grikkir og Rómverjar vellauðugir; en engu að síður eru fornrit vor undirstaða alls vors andlega ástands og þau vantar ekki þann töfrandi og styrkjandi krapt, sem fornöldin ein getur gefið. Grundvöllur vor og alls vors þjóðernis er þess vegna málið. Hið æðsta stig málsins er skáldskapur, og fyrir hann eru Islendíngar frægir frá alda öðli. J>að væri því að mis- bjóða öllum mönnum og öllum sannleika, ef vér í riti þessu ekki gæfum skáldskapnum jafnt rúm að tiltölu sem öðrum ritgjörðum. Af skáldskapnum má marka menntunarstig þjóðanna. Hér stendur og öðruvísi á fyrir oss en öðrum. Á meðal hinna annara menntuðu þjóða fara hin eiginlegu og góðu kvæði eða fegurðarrit ekki milli nema hins menntaða flokksins, sem talar hið æðra málið og þess vegna er hinn eini sem skilur hinar æðri hugmyndir og er fær um að taka við þeim; en vér getum boðið öllum allt sem vér gerum; vér þurfum ekki að vera hræddir um að nokkur Islendíngur sé sá er ekki skilji vor kvæði, ef menn einúngis nenna að lesa þau með athygli — að vér verðum að útskýra sumt, er allt annað og kemur ekki af því að máliö sjálft sé torskilið, heldur af því að lærdómur er í kvæðunum sem skýríngar þarf viö. Vér eigum hér ekki við fomkvæði, sem nú eru orðin mörgum torskilin — ekki af því málið hafi breyzt í byggíngu sinni, lieldur af því mörg orð bæði hafa úrelzt og

x

Gefn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gefn
https://timarit.is/publication/93

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.