Gefn - 01.01.1870, Page 11

Gefn - 01.01.1870, Page 11
11 öll setníng skáldskaparins breyzt; skáldskap vorum hefur stórum farið fram, hjá |>ví sem er í fornritum, hvað sem menn um það segja og hvað sem útlendir lærdómsmenn geipa, sem ekkert þekkja til. — I enum eldri tímaritum vorum hafa kvæði og ýmiss skáldskapur fengið ekki svo lítið rúm, en þessu hefir farið aptur eins og mörgu öðru. Meðal annars var það lengi framan af einn af aðalkostum Skírnis, að þar voru prentaöar ýmsar grafskriptir og kvæði, einkum erfiljóð, og það mun hafa áunnið honum hylli landsmanna ekki síður en fréttirnar; en því er hætt fyrir laungu. Skírnir og öunur iík rit |>ykjast merkiiegri en svo að þau geti verið þekt fyrir að flytja annað eins glíngur og þau álíta skáldskapinn að vera, nema hvað stundum kemur eitthvað lítið þess konar fyrir einskæra náð útgefandanna, samkvæmt þeirri skoðun, að skáldin sé í rauninni óþarfa fuglar sem ekki sé til annars en hafa í búrum til að sýngja eða skrækja, en ómögulegir og óhæfilegir til nokkurra verulegra starfa í lífinu. Á því sem nú höfum vér sagt, mun mönnum vera orðið ljóst, að vér ætlum að bjóða skemtandi og fræðandi rit, sem nokkurnveginn láti Íslendínga fylgja með tímanum, þó með öðru móti sé eneiginlegt fréttarit. Vér komum með skemt- ilegar sögur, helztu uppgötvanir og uppáfinníngar, kann ske sumt sem snertir málvísi og forn fræði, og yfir höfuð eitt- hvað úr ýmsum greinum þekkíngar og vísinda. }>ó vér ekki séum beinlínis »Pólitici«, þá getum vér ekki leitt hjá oss að tala um eitthvað þess konar, ef oss dettur slíkt í hug, og vér álítum »Pólitík« öldúngis ekki annað en heilbrigða skynsemi, en engan galdur eða fítonsanda list, sem ekki geti eða megi fremjast af öðrum en útvöldum galdramönnum. Að minnsta kosti höldum vér að vér getum pólitísérað eins vel og sumir ýngri alþíngismenn, að því er vér höfum séð á alþíugistíðindunum seinustu. þíngtíðindin eru full af mis- heyrnum og misskilníngum, og það einmitt láng mest af hendi þeirra sem kalla sig »frjálslynda« og »þjóðernismenn«, en sem eru í rauninni ófrelsismenn, af því þeir standa fast

x

Gefn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gefn
https://timarit.is/publication/93

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.