Gefn - 01.01.1870, Page 13

Gefn - 01.01.1870, Page 13
13 Vér forum að hugsa um, hvort stjórnin muni vera svo heimsk eða svo illgjörn, eins og auöséð er að meiri hluti alþíngis alltaf álítur haua, þar sem hún er alltaf rekin aptur eins og skóla- drengur sem ekkert kann; vér förum að hugsa um, hvort Islendíngar, sem kosta alþíng og fæða þíngmennina, ekki éigi rétt og tilkall til að sjá hetri þíngræður en megnið af þeim sem híngað til hafa veriö haldnar. Menn eru sí og æ að hreyta í kríngum sig sömu orðtækjunum, svo sem að þjóðerui vort sé í veði fyrir árásum Dana og stjórnarinnar — meiníngin er náttúrlega þessi: »íslendíngar, hæstvirtu og elskuðu landar! þér eruð makalausir og eigið ekki yðar líka nokkurstaðar í heiminum, þér eruð saklausir englar og sann- leikans píslarvottar, klipnir og kúgaðir af Dönum án allrar verðskuldunar, niðurníddir, krossfestir, kvaldir og deyddir af þessum grimdarlegu og samvizkulausu höðlum og blóð- hundum, sem hafa tekið allar eignir yðar og vilja nú taka af yður lífið, því þér eigið ekkert annað eptir. Allir þeir konúngkjörnu eru dansksinnaðir djöflar og »danskir Islen- díngar«, keyptir og haldnir af stjórninni til þess að hamla framföram vorum og lialda oss í eymdinni.« Svona hugsa þessir menn, þó þeir kanu ske ekki komi hugsunum sínum eins vel og kröptuglega fyrir og hér er gert. En það má lengi bíða, ef til vill, þángað til stjórnin kemur með frum- varp um stöðu lands vors, sem þíngið getur gengið inn á eptir þeim hártogunum, kenjum ogtortryggni sem það hefir liíngað til sýnt; og eins og vér svörum þeim sem hafa líkt oss við Úngara, med því að segja þeim að það eigi ekkert við, því Úngarar fengu sína stjórnarbót ekki allt í einu, en smátt og smátt, þar sem alþíngið vill strax gína yfir öllu og gleypa allt, eins og á engu megi bót ráða síðar — eins svörum vér líka þeim sem halda að menn geti beðið svona tíu og tíu árin hvað eptir annað, með því, að á þeim tíu árum getur gammur úr Jötunheimum komið annað hvort að austan eða vestau og tekið Island án þess vér séum að spurðir, og þá skulum vér sjá hvernig fer um þjóðerni vort

x

Gefn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gefn
https://timarit.is/publication/93

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.