Gefn - 01.01.1870, Síða 30
30
sðgðu að £>jóðveijar hefðu gott af að fá ráðníngu. J>essu
máli lauk svo, að prinsinn, sem ætlaður var til kouúngs,
kvað það sjálfur upp, að hanu mundi ekki taka á móti kosn-
íngunni, og hefði menn nú mátt halda að Frakkastjórn léti
sér nægja með það. En nú heimtaði hún af Prússakonúngi,
að hann skyldi sporna við líkum tilfellum framvegis, og því
neitaði hann, sagðist ekki vilja binda sig neitt í því tilliti
og lét sendiherra Frakka skilja að hann ekki þyrfti að koma
til sín optar med slíkt erindi. þetta kölluðu Frakkar smán-
arlega aðferð sér auðsýnda og þá var úti friðurinn: Napóleou
sagði Pnissum stríð á hendur að vönnu spori hinn 15da
Júlí — og tóku menn til þess hversu snarræði hans var
þá mikið og líktu honum við Napóleon gamla. Herboðið
var kunngjört á þíngi Frakka og var því tekið með dæma-
lausri gleði og sást þá bezt hvad þjóðin vildi hafa. Samt
vora einstöku menn á þínginu á móti stríði, svo sem gamli
Thiers; annar þíngmaður, Gambetta að nafni, sagði að stjórn-
in vildi auðsjáanlega kasta allri ábyrgð stríðsins á þíngið;
en þegar svo væri, þá ætti þíngið líka rétt að fá að heyra
allt það sem skrifast hefði verið á um strlðsefnið og að
sjá öll málsgögn; sér sýndist annars, kvað hann. stjórnin
ekki hafa gefið nógar eða gildar ástæður fyrir svo ábyrgð-
armiklum hlut sem stríð væri er gengi yfir land og lýð.
Ollivier, æðsti ráðgjafi, færðistundan að gefa þínginu frek-
ari upplýsíngar og jafn vel særði þíngið um að gánga ekki
fastar að, og má þar af ráða að ástæðurnar vora magrar.
Um þetta leyti og ena næstu daga ólmuðust blöðin af beggja
þjóða hendi sem vitlaus væri og kendi hvorr öðrum um
stríðið sem nærri má geta, báðir vitnuðu til guðs og sóru
sig ýmist upp í himnaríki eða neðst niður í helvíti og vant-
aði raunar ekki annað en að sjálfur höfðíngi myrkranna gengi
bersýnilega í augsýn manna.
Boðskapur Frakkastjórnar um stríðið á hendur Prússum
kom 19da Júlí Kl. 1 \ til Berlín og hljóðar þannig á
voru máli: