Gefn - 01.01.1870, Page 37

Gefn - 01.01.1870, Page 37
37 bókfell er hvergi voru annarstaðar til í heiminum — allt brann að köldum kolum og sjást varla menjar þess lengur. Gekk Eirekur hertogi loksins út úr kastalanum og til móts við þj6ðverjahöfðíngja þann er setið hafði um borgina; sá hét Werder, og föðmuðust þeir Eirekur þar í augsýu alls liðsins hvorratveggja; enFrakkar voru svo reiðir uppgjöfinni að þeir gnístu tönnum og brutu vopn sín og fóttráðu her- kuml sín. J>etta varð hinn 28da dag Septembers. Sneri Eirekur hertogi síðan til Frakklands og var mjög lofaður fyrir sína hreysti. Meðan þetta gerðist við Rín, börðust menn óaflátan- lega norður á Frakklandi og af svo mikilli grimd að slíks eru eigi dæmi nema í sögum þeim er vér varla trúum. IFrakka- her voru nýjar fallbyssur, er Napóleon sjálfur hafði upp fundið og stóðu kúlurnar útúr þeim í stroku svo aldrei linnti hríðinni; varð Prússum skeinusamt af vopnum þessum, því þar sem þeim varð komið við, þar féll liðið í hrönnum eins og stargresi fyrir Ijá, og sumstaðar stóðu heilar fylkíngar dauðar og studdi hvort líkið annað; kvað það hafa verið ógurleg sjón og allir hinir dauðu mjög grimdarlegir að líta. En samt gátu Frakkar eigi reiströndvið yfirgángiog ofurefli J>jóðverja, og munum vér síðar skýra frá orsökum þess ítarlegar. Basaine sat nú í Mets og komst hvergi; hafði hann þar mikið lið, meir en hundrað þúsundir manna; en Mac Mahon réði öðru liði og sat í borg þeirri er Sedan heitir, víggirt borg og allsterk en hálsar og hæðir allt í kríng; þar var keisarinn með honum. Napóleon var í þúngu skapi og þó hvergi sem af baki dottinn; son sinn hafði hann látið skilja við sig og kom hann síðan fram á Englandi. þ>jóð- verjar sátu um borgina með mikinn her og þar var Vil- hjálmur Prússakonúngur og Bisroark ráðgjafi. Tveim stund- um fyrir miðjan morgun hins lsta Septembers réðust |>jóð- verjar á Frakkaher heggja vegna; var áhlaup þetta raunar utan borgarveggja, því fyrir utan slíkar borgir eru virki og

x

Gefn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gefn
https://timarit.is/publication/93

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.