Gefn - 01.01.1870, Blaðsíða 38

Gefn - 01.01.1870, Blaðsíða 38
38 víggarðar, og grasvellir miklir víða, og má mikið lið hafast þar við. Mac Mahon reið þegar út af borginni til að stýra vörninni. Stundu síðar reið og keisarinn út af borginni og til orrustunnar; mætti hann þá Mac Mahon á læknisvagni, hafði hann orðið sár af sprengikúlu er rifið hafði flikki úr holdi hans og var hann óvígur. Napóleon hélt á fram og fór í orrustuna og var hvervetna þar er hættast var og er sagt að það hafi aukið hermönnunum hug og þrek er þeir sáu að keisarinn brá sér hvergi, þótt skotin dyndi allt í kríng og liðið félli eins og strá í kríng um hann. Fór þessu fram þángað til að aflíðandi miðmunda; þá hélt keisarinn aptur til borg- arinnar og vitjaði þegar Mac Mahons; eu sá hét Wimpfen er herstjórn tók eptir hann. Frakkaher dró sig og til borg- arinnar og fyltust nú strætin af vögnum og mannfjölda, og særðum og deyjandi mönnum. Mikill hluti liðsins varð samt eptir fyrir utanborgina og ætlaði keisarinn nú þángað aptur, en komst þá hvergi fyrir ösinni og þrengslunum. Skot og sprengikúlur dundu sem haglhríð frá Prússaher og yfir borgina, svo. hvergi varð hlé á, og var þar ógurlegt; en ekki var minni ófagnaður utanborgar, því lið Frakka hafði staðið þar að vígi síðan í býti matarlaust- og hress- íngarlaust, því engi hvíld varð á orrustunni; var illur kurr í liðinu svo því varð varla stýrt eða haldið til bardaga. Keisarinn var þar í borginni sem hættast var og gat enginn brugðið honum um hugleysi, heldur bar haun sig sem hetja, og hafa fjandmenn hans af Frakkahóp — en þeir eruverstir allra, því þeir eru bæði lygnir og heimskir — eigi getað svipt hann þeim orðstír. Loksins komu boð frá borgar- höfðíngjanum og ýmsum öðrum, að eigi væri unut að hald- ast lengur við og væri vörn þessi eigi til annars en að láta strádrepast niður til einskis, og bauð keisarinn þá að halda skyldi upp friðskildi. Gekk þá höfðíngi nokkurr fram á borgarvegginn og hélt uppi griðamerkinu, en hersveinn nokkur þeytti lúður; en svo gekk mikið á afskotum og skruðníngi að ekkert heyrðist og ekki sást griðamerkið; voru þá opnuð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82

x

Gefn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gefn
https://timarit.is/publication/93

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.