Gefn - 01.01.1870, Qupperneq 38
38
víggarðar, og grasvellir miklir víða, og má mikið lið hafast
þar við. Mac Mahon reið þegar út af borginni til að stýra
vörninni. Stundu síðar reið og keisarinn út af borginni og
til orrustunnar; mætti hann þá Mac Mahon á læknisvagni, hafði
hann orðið sár af sprengikúlu er rifið hafði flikki úr holdi hans
og var hann óvígur. Napóleon hélt á fram og fór í orrustuna
og var hvervetna þar er hættast var og er sagt að það hafi
aukið hermönnunum hug og þrek er þeir sáu að keisarinn
brá sér hvergi, þótt skotin dyndi allt í kríng og liðið félli
eins og strá í kríng um hann. Fór þessu fram þángað til
að aflíðandi miðmunda; þá hélt keisarinn aptur til borg-
arinnar og vitjaði þegar Mac Mahons; eu sá hét Wimpfen
er herstjórn tók eptir hann. Frakkaher dró sig og til borg-
arinnar og fyltust nú strætin af vögnum og mannfjölda, og
særðum og deyjandi mönnum. Mikill hluti liðsins varð
samt eptir fyrir utanborgina og ætlaði keisarinn nú þángað
aptur, en komst þá hvergi fyrir ösinni og þrengslunum.
Skot og sprengikúlur dundu sem haglhríð frá Prússaher og
yfir borgina, svo. hvergi varð hlé á, og var þar ógurlegt;
en ekki var minni ófagnaður utanborgar, því lið Frakka
hafði staðið þar að vígi síðan í býti matarlaust- og hress-
íngarlaust, því engi hvíld varð á orrustunni; var illur kurr
í liðinu svo því varð varla stýrt eða haldið til bardaga.
Keisarinn var þar í borginni sem hættast var og gat enginn
brugðið honum um hugleysi, heldur bar haun sig sem hetja,
og hafa fjandmenn hans af Frakkahóp — en þeir eruverstir
allra, því þeir eru bæði lygnir og heimskir — eigi getað
svipt hann þeim orðstír. Loksins komu boð frá borgar-
höfðíngjanum og ýmsum öðrum, að eigi væri unut að hald-
ast lengur við og væri vörn þessi eigi til annars en að láta
strádrepast niður til einskis, og bauð keisarinn þá að halda
skyldi upp friðskildi. Gekk þá höfðíngi nokkurr fram á
borgarvegginn og hélt uppi griðamerkinu, en hersveinn nokkur
þeytti lúður; en svo gekk mikið á afskotum og skruðníngi
að ekkert heyrðist og ekki sást griðamerkið; voru þá opnuð