Gefn - 01.01.1870, Side 41

Gefn - 01.01.1870, Side 41
41 Skamt frá borginni Sedan er höll ein lítil og fögur á víðsýnum hól við Mosá; þar eru blómreitir fagrir og gler- salir er blóm og aldin eru látin vaxa í með ofnhita. pángað reið Vilhjálmur konúngur með varðmenn sína og marga riddara, og þar var konúngsefnið með honum, sonur hans, er var mikill höfðíngi í pjóðverjaher. Leið eigi á laungu áður Napóleon kom með sína menn; var mönnum hvorutveggja skipað sínum hvoru megin, en keisarinn og konúngurinn gengu hvorr á móti öðrum ogheilsuðust ogtókust íhendur; kvaðst Vilhjálmur konúngur harma það, er fundum þeirra skyldi nú þannig bera saman. Napóleon kvað allt vera forlög. Gengu þeir nú inn í eitt blómhúsið og sást í gegnum gler- salinn að þeir töluðust eitthvað við af mikilli alvöru og munu Napóleoni hafa stokkið tár, því hann þerði augu sín og er slíkt mannlegt. Eigi vita menn neitt um hvað þar fór á milli þeirra. Meðan þetta gerðist norður við landamæri, var ókyrrt í Parísarhorg; Palíkaó greifi, sem gerst hafði herstjórnar- ráðgjafi, var sá eini sem borgarmenn höfðu fullt traust á, en hann gat eigi annað við gert en gefið góðar vonir og haldið skrílnum þannig í skefjum; en annars gerðist þar ekkert merkilegt annað en það að keisaradrottníngin fiýði í dular- búníngi og til Englands, þegar hún frétti hvernig farið hafði; dvelur hún þar í kyrþey með syni sínum í jiorpi nokkru skamt frá Lundúnum, og vita menn eigi glöggt, hvort það muni vera Victoríu Engladrottníngu að kenna að henni ekki er sýndur meiri höfðíngsskapur, og allt öðruvísi fórst Vilhjálmi konúngi við Napóleon. Vestur á pjóðverjalandi liggur fylki það er Hessen heitir og var kjörfurstadæmi þángað til 1866, þegarPrússar Táku á burtu marga þýzka smáhöfðíngja en drógu lönd þeirra undir Prússa-krúnu. Höfuðborg í fylki þessu heitir Kassel, en þar í nánd er staður nokkur er nefnist Vilhjálmshóll: má telja hann með enum merkilegustu stöðum, þó ekki sé þar nein höfuðborg né þess konar. par er mikil og fögur

x

Gefn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gefn
https://timarit.is/publication/93

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.