Gefn - 01.01.1870, Page 45

Gefn - 01.01.1870, Page 45
45 Hér vil jeg liggja, laufgum undir meiði, og ljúfrar njóta dýrðar, meðan kvöld hin undurbláu, gullnu geislatjöld ginndjúpu breiðir fram í næturheiði. 5 Hér vil jeg njóta, gleypa gjörvallt hvað með gráðgum anda — dýrðarsælu alla, frá dýpstum ægi upp til efstu fjalla, alls vil jeg njóta — líta vil jeg það! * * * Of lítil ertu, jörð, eg frá þér flýg, 10 flugstyrkum vil jeg sveifla hugar væng; jeg útí geiminn ólmum fetum stíg, undursamlega bý mér jötunsæng. Frá Alkýónes undurskæru sól, þar alheims kveða þúngamiðju standa, 15 um heimsins endalausa stjörnu-stól stríðfleygan þjóta læt jeg anda. J>á hverfur tímans rúm, og rúmsins eyðist stund, og reginbjartir hnettir áfram líða; þar hneigist dagur ei að blíðum blund, 20 þar bregður aldrei fyrir deilíng tíða; á endalausum alverunnar beð alvaldur stilti sigurverkið íríða, sem enginn les, en allir fá þó séð, því alheims rúnir felast mökkvum hríða. 25 Hér brennur sól við sól í breiðum bogum, og brunar æ um settan veltihríng, og sveipar hnetti silfurbláum logum, snúðugt þjótandi ljósa herfylkíng. Hér þjóta tvær og þrjár um sama hvel,

x

Gefn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gefn
https://timarit.is/publication/93

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.