Gefn - 01.01.1870, Side 46

Gefn - 01.01.1870, Side 46
46 og þreytast ei að kljúfa skýjahylji, og kríngum þær er gullið jörmun-jel, sem jöfurs himna sáði meginvilji; og aptur hér á brautum laungum líða 5 ljósvendir bjartir, knúðir drottins mund, sem hvalir ljósta lagar báru víða, svo lánga vegu gránar öldusund. Og gegnum skýja býng í blossum þýtur óð brennandi leiptrafjöld um allar stundir; 10 og dimmt í rökkri dunar þrumuhljóð, sem dökkum hömrum stynur báran undir — æ, engin hvíld! þar augað ljóminn slær, og eyrað lystur himinbáru sær; og andinn reikar óttalegt um djúp, 15 þar eilífð breiðir myrkan veldisbjúp og leyndardóma felur helgum höndum hrellíngarstunum klædd og logavöndum. Hvað byggir þessa fjöld, er svo jeg sé snúðhörðum þjóta fram með reginhvini? 20 Á þessum öflum verður hvergi hlé, því heimur glæðist allur ljóss í skini — og þó — hér slokknar eitt, og aptur rís annað í nýjum morgunroðans ljóma — ertú það, mikla herrans hönd, sem kýs 25 til heljar eða lífs, með regindóma? Slökkvir þú þannig sólarheima fjöld sem slökkvum vér eitt ljós um vetrarkvöld? Og heldur þú hinn mikla, hinnsta dóm, um himindjúpin æ, við stjörnuhljóm? * * *

x

Gefn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gefn
https://timarit.is/publication/93

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.