Gefn - 01.01.1870, Side 47

Gefn - 01.01.1870, Side 47
47 þér dauðra sálir, sem að kvödduð fold, jeg særi yður, mér þér andsvar veitið! þér eruð meira en hið hvíta hold, hvar sem þér lífsins endalausa neytið! 5 Búið þér þessum björtu sólum í, sem blómin lylg'a döggvar tærar inni eða sem tindinn faðmar skruggu ský skínandi bjart í leipturfegurð sinni? Br Rahab þar, sem skáldið sæla saung, 10 suðrænum glæddur hugmyndanna eldi? Mun Platon hverfast þar um heilög gaung hátignarbjörtum skrýddur gullinfeldi? Og vizku-tigin vitrínganna fjöld, sem veitti birtu fyrir lýð og öld? — * * * 15 Jeg spyr, en ekkert svar úr víðum veitist geimi, sér veltir ekkert mér að eyrum hljóð; og ekkert bergmál heyrist yppa eymi — alveldið þegir — tímans bylgjuflóð hamförum brunar, falið dimmu djúpi; 20 draumsvipir benda hægt á fjarra strönd — óskírum klæddir aldurtila hjúpi eigra þeir sí æ um þessi lönd. Sem skarpur vindur skýjabólstra hreifir, og skuggum lopts í ýmsar myndir dreifir; 25 lifenda hvað og liðna drauma sýnir, ljósbleikum skýjadrögum tinda krýnir; musteri, fjöll, og manna svipi leiðir úr Múspells heimi fram, og brátt því eyðir: eins ólgar skýja fjöld, sem þennan hylur heim,

x

Gefn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gefn
https://timarit.is/publication/93

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.