Gefn - 01.01.1870, Side 57

Gefn - 01.01.1870, Side 57
57 auganu sýna draumbyggínga fjöld; laufskála hvolf, sem geyma grænir dalir, þar geislar brotna skært um sumarkvöld: þar liggur rót til þengla dýrðarsala, 5 þaðan er runnið Pantheon í Róm, og Parthenon, sem prúðum mundi svala Perikles fyrr, við griskan bylgjuhljóm; og Péturskirkja, horfin orgels óði innsett og helguð fyr af kristnu blóði. — * * * 10 Smá hefur skelin flotið fyrir landi, fiskurinn klýfur bláan marar hyl; og æður hvítum syndir fyrir sandi, særokinn hvalur stefnir norðurs til: það sáu fyrrum djarfir drótta synir, 15 og djúpið iíka voguðu sér á; fiskanna myndir fengu aldnir hlynir, fluttir með afli ruddum mörkum frá: þaðan kom Argo, áður sem að náði ógndjarfau Jason flytja Kolkis til, 20 og Leviathan, sem í gráu gráði geysandi veður saltan marar hyl; Ormurinn lángi, orpinn Kánar logum; Elliði, sem að skildi manna tal, og gnoða fjöld, sem geyst á sævar vogum 25 ginnbláum þeysir undir himinsal snjóbjörtu þanin sigludúka veldi í svölum vindi, dimmt svo hljómar raung; eða knúin fast af gufu og geystum eldi, svo gráuar unn og heptir fetin laung.

x

Gefn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gefn
https://timarit.is/publication/93

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.