Gefn - 01.01.1870, Side 61
61
Frá strönd til strandar æ, og æ til nýrra landa,
þar rós hjá rósum grær, og furðuliljur standa!
Frá hrönn til hrannar æ, sem aldrei aptur rís,
því margfaldleikans vald sér myndir nýjar kýs —
5 svo þýtur sálin móð, og svimi hana beygir;
hún sér þá bröttu leið, og klökknuð djúpt sig hneigir;
þá hrynur tárið salt á sorgarfölva kinn,
í svartri dauðans nótt, er felur himininn —
og þá er listin mær og ástin ein,
10 sem yfirstigið fær þau hugans mein. —
*
* *
Hví vildir þú á hetjusælli jörð
með hvössum sverðum og í brynjum gráum
upp vekja stríð og stálajelin hörð,
og steypa þjóð frá sælutindum háum,
15 þú grimma þjóð, er böðvar ljóminn blindar,
og blóðga skekur sigurgreiu í hönð?
Veizt þú þá ei, að naprirnorna vindar
ná og til þín frá ókunnugri strönd? —
J>ér vilduð sjálfir öllum æðri verða,
20 almáttkir guðir, ráða jarðar hríng!
í síknu blóði munduð hjörva herða,
hugsuðuð ei um lífsins fullnægíng!
En því var yður synjað um þá sælu,
er setti drottinn beztan yndiskrans,
25 og fyrir dauðablóðsins svartri svælu
sáuð þér aldrei ljúfu blómin hans:
því aldrei þrýsti að Alexanders hjarta
elskandi svanni dúnamjúkum barm;
og margur hrakti frá sér brúði bjarta,