Gefn - 01.01.1870, Page 62

Gefn - 01.01.1870, Page 62
62 og burtu ýtti hvítuin drósar arm; einmana þeir og ástarlausir dóu — allir svo fóru slíkir burt af jörð; og enginn grét, en ernir soltnir lilóu 5 og óðir slitu hræ við kumla-börð um hvassa nótt, er máninn skein á meiði. — Marmarinn gat ei varið þessi leiði. * * * Og loksins þér, sem ljóða vekið hreim, hvað léði yður drottins guðdómshönd? 10 Ei Mozarts list, ei málverks brögðin vönd, né marmarann að setja lífs í heim — hún veitti yður það sem öllu ræður, allsherjar mynda og lita sameiníng, sem enginn myndað fær, en geystar glæður 15 gínandi snarka fram um stjörnuhríng; því orðið má ei deyja, en æ það lifir, og allt því lýtur, bæði mynd og hljóð; lýðirnir hverfa, en það er öllu vfir, og ekki dofnar neitt um tímans flóð. 20 Mörg liggja spor frá myrkri Hómers tíða: rayndirnar sukku nið’rí aldar hrönn, marmarinn eyddist fyrir tímans tönn: tigið og eilíft stendur kvæðið fríða. J>ví orðið, það er drottins eiginn hljómur, 25 en enginn speigill; það er lífsins fjör; og á því vinnur enginn dauða dómur, þó dróttir veifi bitrum feigðarhjör. — J>ér ljómið uppi’ á ljósum guða tindi, en leitist ekki við að eiguast stól,

x

Gefn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gefn
https://timarit.is/publication/93

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.