Gefn - 01.01.1870, Page 63
63
sem hrynur fyrir hvössum Skuldar vindi,
þó hlæji hann um stund, sem fögur sól.
J>ér eflið lífið, dragið það frá dauða,
og dýrðarfagri valdið pálmagrein;
5 í gleði breytið grimmum stunum nauða,
og grátinn þerríð, vermið kaldan stein;
og vekið þjóða líf af dimmum draumi
með dyrðarnín og skærum hörpuglaumi.
En yður veitast fögur listalaun:
10 ljúfsællar ástar hér í frið að njóta;
þér megið una eins við blásið hraun,
sem öðlíngs höll, þar gullnar veigar fljóta;
því svo er fátæk foldar engin gjóta,
að feli hún ei eitthvert lítið blóm,
15 sem góða yður gleði láti hijóta.
Svo hlustar skáld á hrannar dimman óm,
og lieyrir það, sem drottins andi kveður —
hann hlustar eptir, þegar hjörtun slá,
er hvíslar ást, sem opt í tárum gleður,
20 og ritar það — þau ljósin loga smá
í lágri stofu fyrst; en skína síðan
um foldar hríng svo feiknalega víðan —
og þú, sem blindur saungst um Sebaots prís,
þú sýndir hvurnin var í Paradís.
*
* *
25 í byrjun heims hinn trausta töfrastaf
fékk tryggur drottinn listamannsins höud,
og honum skygna guðdómsaugað gaf,
sem gjörvöll kannar höf og jarðar lönd. —
Meinlega svipa, sveifluð hraustum armi!