Gefn - 01.01.1870, Side 66

Gefn - 01.01.1870, Side 66
66 SKÝRÍNGAR þetta kvæði er allt byggt á því, að hlutirnir verða að> vera til, áður en vér skynjum þá; því að eins geta þeir verið undirrót alls sem vér gerum. það heldur fastlega þeirri hugsun fram, að vér ekki séum skaparar list- anna, heldur sé listirnar gruudvallaðar í tilverunni, með því vér hækkum hana upp í æðra veldi og gerum hanaþann- ig að list. þetta er bvggt á því, að vér tökum allar myndir og samlíkíngar úr sjálfri tilverunni. Eg hef fyrir iaungu gert þetta kvæði, en það gerir ekkert til; engan varðar um hvort það er frá því í gær eða fvrra dag. Bls. 45. v. 13- Madler og Struve (og raunar fleiri á seinustu tímum) hafa lagt sig mjög eptir að sanna, að allur alheim- urinn, það er, allir hnettir sem vér sjáum, eigi sér eina sam- eiginlega þúngamiðju; og eptir ferð sjálfrar sólarinnar (hinni translatorisku ferð í gegnum geiminn, því sólin stend- ur ekki kyr), sem stefnir að stjörnumerkinu Herkúles, og er 800,000 mílur á hverju dægri, þá hafa menn gert það líklegt, að þessi þúngamiðja muni geta verið í Sjöstjörnu- svæðinu, og næst í Alkýóne, sem er ein af þeim flokki. Annars þart' þúngamiðjan ekki að vera í neinum hnetti (líkama), því þúngamiðja tveggja eða fleiri hnatta getur eins legið í rúminu á milli þeirra, eins og i einliverjum þeirra.

x

Gefn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gefn
https://timarit.is/publication/93

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.