Gefn - 01.01.1870, Page 67

Gefn - 01.01.1870, Page 67
67 v. 17- Tími og rúm eru bæði ólík, og þó hið sama, með því hvort heimtar annað. Jeg get ekki farið í gegnum neitt rúm, nema jeg hafi tíma; og jeg getengantíma lifað, nema jeg hafi rúm. En ef vér nú ímyndum oss afl augans svo magnað, að það sæi flug hnattanna eins og það er, þá mundi öll íjarlægð og allur hraði verða svo að segja þýðíngarlaus; þess vegna líka rúm og tíð þýðíngarlaus. þetta verður raunar að takast í fígúrulegum skilníngi: því þó sálin sé ekki bundin við rúm og tíma, þá getum vér samt ekki ímyndað oss þannig hreina tilveru; vér fjötrumst alltaf af líkamanum. v. 20. Deilíng tíða getur aldrei verið í alheims- rúminu fyrir þann, sem sér yfir allt; því þegar alltaf er upprennandi morgun, dagur, kvöld og nótt í einu, þá er engin deilíng tíða. þetta er jafnvel auðskilið af jörðunni; því það er alltaf einhverstaðar morgun, dagur, nótt og kvöld; * ef vér gætum farið eins hart til vesturs, eins og jörðin snýst til austurs, þámundumvér alltafhafa sama tíma (eða birtu eða dimmu) sem var þegar vér fórum á stað. Efvér nú sæjum yfir alla jörðina í einu, þá mundum vér líka sjá öll þessi ljósaskipti í einu; og þá væri deilíng þeirra þýð- íngarlaus fyrir oss. þar að auki gætir ekki ijósaskiptanna fyrir oss á öðrum hnöttum vegna fjarlægðarinnar; menn reikna snúníng plánetanna elcki út af því, að menn sjái deil- íngu dags og nætur, heldur af blettum sem á þeim eru. v. 24. mökkvar hríða eru stórhríðir hnattanna; því ef augað væri eins magnað, eins og um var getið við v. 17, þá mundi allur her himinlíkamanna sýnast auganu eins og eldleg stórhríð, ógurlegt gneistaflug: og þessi hlut- » ur mundi engar rannsóknir leyfa, eins og stjörnumeistarar gera hér á jörðu. v. 27. Jeg kalla logana (o; ljósið) silfurbláa, af því það er apturkastað ljós, eða endurskin þessara sóla (reflecterað); Ijós mánans, sem er líka svona (eins og allra jarðhnatta), er kallað silfurblátt (»man eg þig er máni 5*

x

Gefn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gefn
https://timarit.is/publication/93

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.