Gefn - 01.01.1870, Qupperneq 74
74
v. 27. Paros, ey í Grikklands hafi. Pariskur
marmari var lángbeztur allra, og nú hafa menn aldrei
eins mjallahvítan marmara og Grikkir; annaðhvort eru mar-
maranámarnir tvndir eða tæmdir.
Bls. 57.
v. 20. Leviathan, gufuskipið mikla, sem áður og
seinna hét Great-Eastern. J>að var i August 1858 boðið til
sölu, og var síðan haft til að leggja málþráðinn í Atlants-
hafi; síðan er það haft til flutníuga, enþykir heldur óþægi-
legt sökum stærðar, því það getur óvíða hafnað sig nema
mjög lángt frá landi og kemst ekki nærri allar algengar
skipaleiðir.
Bls. 58.
v. 1. Hanno var púniskur sjóferðamaður, einn hinn
elzti sem menn liafa sögur af. Hann fór suður með Afríku
(til Senegambíu?) og eru til brot af ferðasögu hans. Menn
halda hann hafi verið uppi um 450 f. Kr.
v. 2. Hér er list raunar tekin í víðara skilníngi en
annars, en þess er getið í fyrirsögn þessa kvæðis, að nauð-
synin gángi í gegnum þörfina til listarinnar. List og
þörf eru að mörgu leyti óaðgreinanlegar; 1) af því að í
öllum þeim hlutum, sem gerðir eru vegna líkamlegrar nauð-
synjar (þarfar), liggur listin falin, og þeir geta verið
listasmíði; 2) af því að listin í sjálfri sér er þörf, og
andinn heimtar fegurð (listaverk). — Victor Hugo kallar
byggíngarlistina (Architectur) list allra lista — ekki af því,
að t. a. m. eitt hús sé málverk, saungur eða kvæði; heldur
verður að skilja [iað svo, að ein byggíng getur verið allt í
senn, bæði listaverk sjálf, og hún getur falið í sér allar
hinar listirnar. [Janiiig er t. a. m. eitthvert leikhús; það
felur allt þetta í sér og þar eru framleidd hin fegurstu verk
málara, myndasmiða, saungmeistara og skálda, og húsið
sjálft getur verið bygt í hinum fegursta stíl. 011 byggíng-