Gefn - 01.01.1870, Page 75

Gefn - 01.01.1870, Page 75
75 arlist gengur frá þörf til listar (per utilitatem ad artem), eins og í kvæðinu er svnt. Byggíngarlistin felur í ser húsasmíði og skipasmíði, brýr, sigurboga, vatnsveitíngar: allt þetta er víða gert beinlínis eptir kröfum fegurðarinnar; einkum voru Rómverjar fyrrum frægir fyrir það. J>ó að menn sé miklu meirabundnir í skipabyggíngum, en í bygg- íngum á landi, þarsem menn verða að laga sig eptir öflum náttúrunnar og breytíngum veðranna, þá er samt auðsætt, að eitt skip getur verið fegurra en annað, og þó jafn gott og traust. — Frá þessu sjónarmiði gætu menn skipt listun- um í tvo flokka, nefnilega blandaðar og hreinar. Blandaðar listir eru þær, sem komnar eru af þeim hlut- um, sem menn alls ekki geta án verið; það eru byggíngar, smíðar, vefnaður o. fl. — Menn mega til að búa í húsum, menn mega til að vera í fötum; en húsin og fötinþurfa ekki að vera listaverk; en þau geta orðið það. J>essar listir gánga því í gegnum hina iíkamlegu þörf til fegurðarinnar; en yfir höfuð eru þær flestar (o: nema byggíngarlistin) á miklu lægra eðlisstigi en binar seinni, sem eru hreinar listir, og sem ekki eru komnar af beinlínis líkamlegri þörf, heldur af ósjálfráðri fegurðarheimtun andans. J>essi þörf er annað en hin líkamlega þörf, en hún er fullt eins sterk. |>essar listir eru myndir, saungur, kvæði. Hinar fyrri listirnar eru líkamlegar, dýrslegar; hinnar síðari and- legar, mannlegar. v. 15. 16. Hér er litið til sjávarhellra, sem eru margir þannig, að ölduglaumurinn vekur undarleg saunghljóð (það er til hellir á íslandi semheitir saunghellir, afþví drop- arnir glymja svo?); þetta heyrist líka í Fingalshellinum í Staifa, sem er myndaður úr basaltsúlum (stuðlabergi). v. 20. 21. Paganini, ítalskur, og Mozart, þýzkur, voru frægir saungmeistarar. Bls. 59. v. 10. Apelles og Zevxis, griskir málarar. — v. 11

x

Gefn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gefn
https://timarit.is/publication/93

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.