Gefn - 01.01.1870, Page 76

Gefn - 01.01.1870, Page 76
76 skript = málverk. — v. 18 jarðar bein = steinar (hér = marmari). Bls. 60. v. 4—7 lítur til málara og myndasmiða, sem byggja á hinum sýuilega heimi, eins ogsaungmeistararnir byggja á hinum heyranlega heimi. Bls. 61. v. 27. Jeg veit mikið vel, að Alexander mikli var giptur (eins og Grikkir eða fornmenn nú giptust), en þetta má ekki skiljast bókstaflega. það er einúngis sagt til að herða á því, að ástin og listin sameinast ekki við metnaðargirnd og undirokanir. — pó Napóleon hjálpaði listunum, þá gerði hann það ekki einúngis vegna þeirra, heldur einnig vegna sín, til þess að umkríngja sig með himneskum ljóma, en það var raunar eins gagnlegt fyrirþað. Einstök undantekníng kaun að vera til frá þessu, en öll sagan sannar það í aðalatriðunum; Tamerlan, Attila, Sesostris, og allt Rómaveldi frá upphafi til enda. Bls. 62. v. 8—19. Allir listamenn eru skáld. En í eiginlegum skilníngi kalla menn skáld þann, sem vinuur listina fyrir orðsins krapt. Orðið er ekki bundið við hin líkamlegu meðöl, sem hinir aðrir þurfa; myndir, litir og liljóð (o: hristíngur loptsins) fjötra það ekki grand, en þó hefur það allt þetta í valdi sínu og takmarkast hvorki af rúmi, tíma né líkamlegum hlutum. Sú list, sem kemst skáldskapnum næst, er saunglistin, hún er næst honum andlegust allra lista (o: mest ólíkamleg), en hún er lángtum meira bundin. í fyrsta lagi verður hún ekki við höfð, nema með dýrmætum verkfærum og í öðru lagi getur hún ekki lýst nærri öllu sem til er. En skáldskapurinn getur verið livar , sem vera skai, og hann getur lýst öllu. J>ó vér ritum,

x

Gefn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gefn
https://timarit.is/publication/93

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.