Gefn - 01.07.1872, Page 14
14
og af þessu leiðist Íríngr, Biríkr og Hríngr, sem allt eru
sömu orðin. Sanskr. gná hefir hjá oss tvær myndir: 1)
»Gná«, ásynjan, og 2) »kona«; sanskr. gharma hiti er
hundurinn Garmr, sem geyr fyrir' Gnípahelli; sanskr.
jalavaha og jalabu eru Elivogar, en frostköldu ský
sem J>órr, þrumuguðinn, ekur (veður) í gegnum, og Jelabuga
er enn örnefni á Úralfjöllum. — Aptur á móti eru ýms nöfn,
einkum jötnanöfn, sem komið hafa til vor frá Finnum og
bera þau það með sér sjálf; fyrst og fremst |>órs nafn að
margra áliti (þó það samt megi leiðast annarstaðar frá);
J>jálfi er orðið úr lappsku tjalme, auga, á finnsku silmá;
Eöskva er fráleitt skylt »röskr«, heldur finnsku forsnafni
»ruoska«; vör er heldur ekki skylt »vör« á manni (labium),
heldur er það á finnsku wuori og waara, fjall (í Gelli-
vör [sem enn í dag heitir á Lapplandi Gellivara og er
námafjall], Leir-vör, Sví-vör, Stein-vör, Geir-vör [í Eyrbvggju],
fjall eða skriða fyrir vestan og sjálfsagt tröllkonuheiti).
J>essi fáu dæmi eru nóg til að sýna, hversu rángt þeir hafa
fyrir sér, sem vilja láta leiða allt af norrænunni eða íslend-
skunni sjálfri — það er þvert á móti gagnstætt. Trúin
og hugmyndirnar fara yfir heiminn án þess að hirða um
stund og stað; þær eru einhversstaðar sprottnar upp í
fyrstunni, en ekki í hveiju landi fyrir sig, og eptir þessu
komumst vér með samlíkíngunum. í þessu höfum vér nú
ekki farið lengra en til Inda, en ýmsir menn álíta að allt
sé komið frá Egiptalandi og að þar hafi menn því fyrst
orðið til sem máli og hugmyndum gæddar verur.
J>ekkíng á guðunum og trúarsögunum kemur fram í
skáldskap og fomum træðum; en það er öldúngis rángt að
ímynda sér, að allar þær trúarsögur, sem Snorri hefir ritað
í Gylfaginníngu, eigi kyn sitt að rekja til ljóða. Oddrún-
argrátur byrjar svo: »Heyrða ek segja í sögum fornum«:
þar er beinlínis nefndur sögustíll, en ekki kvæði, þó hægt
sé að vinda þessu við til þess að fá það fram sem menn
helstvilja; eða þó tilfæra megi seinustu orðin í Sólarljóðum: