Gefn - 01.07.1872, Page 62

Gefn - 01.07.1872, Page 62
62 ! heimsins, sem sjaldan skín á líf þjóðanna, en sem skinið hefir einhverntíma á fleiri þjóðir og sem stundum endur- nýjast, þó menu ekki finni það á meðan menn lifa sjálfir. f>araðauki eigum vér miklu fleiri bækur, sem geta eflt og stoðað andann á margvíslegan hátt, ef nokkurr annars nennti að lesa þær og færa sér þær í nyt. Hvað meira er: fáar þjóðir eru jafn lítið upp á útlendar bækur komnar eins og Islendíngar; en þó er það eðlilegt að menn við og við snari einhverju annarstaðar frá og er þá undir því komið að menn bæði kjósi með smekk og lagi það í hendi sér eptir máli voru og þjóðerni. Orðréttar þýðíngar eru ekki einúngis einskis verðar, heldur er jafnvel ekki unnt að semja þær, því sér hvert mál hefir smn sérlegan blæ, eins og sér hver þjóð hefir sitt sérlegt mál. Vér endum nú þessar athugasemdir í þetta sinn með því að minna á, að án andlegrar fæðu geta engar framfarir orðið; án hennar hefðu Íslendíngar aldrei getað staðist þær raunir og þau eymdarstríð sem á þeim hafa dunið hvað eptir annað, og án hennar er allt líf gleðilaust og ónýtt.

x

Gefn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gefn
https://timarit.is/publication/93

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.