Gefn - 01.07.1872, Side 83

Gefn - 01.07.1872, Side 83
83 Breiðið þið dúkinn þann fegursta fram að fái eg lesið þau megin-orð sem valþjóðum skemtu, og vopna-glam vöktu og efldu um norðurstorð. Burt vil eg halda úr solli og synd, og sitja þér Alvitur fagra hjá, feginn eg leik mér við gullna grind sem glæpunum heims þig skilur frá. Nei þú ert ei horfin, en þú ert ei hér í þrengslum og nauðum sem lífið býr, sælunnar engil sendirðu mér að segja hvar andar þinn blærinn hlýr. Og ekki’ ertu horfin, þú unaðs tíð, er álfur í hverri lilju bjó, og rósin er ennþá blessuð og blíð, og blómin á fjarrum heiðar mó. 6*

x

Gefn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gefn
https://timarit.is/publication/93

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.