Fréttir frá Íslandi - 01.01.1874, Qupperneq 5
IjJÓÐUÁTÍÐIN.
5
húsinu, og var Bjarni sýslumaður Magnússon að Gcitaskarði kjörinn fund-
arstjóri. Nefnd liafði áður verið kosin til að undirbúa fundarefni, og bera
fram tillögur um það, hvað sýslubúar gætu gjört í minningu hátíðarinnar,
fyrst fyrir sýsluna sjerstaklega og í annan stað fyrir landið í heild sinni.
Nefnd þessi lagði það nú til, að til framfara fyrir sýsluna skyidi reisa
sremilegt fundarhús handa sýslubúum, og að til framfara fyrir landið í
heild sinni skyldu sýslubúar nú þegar hyrja að leggja í sjóð, er verja skyldi
til þcss að kaupa gufuskip fyrir, í þcirri von, að aðrar sýslur einnig styrktu
til þess að sínu leyti. Tókust nú fjörugar nmrœður um þessi mál, og var
hvortveggja tillagan samþykkt af náloga öllum fundarmönnum; greiddu
allir þar atkvæði, er fulltíða voru, jafnt konur sem karlar. Eptir nokkrar
urarœður um önnur efni var fundi slitið. Meðan á fundinum stóð, stóðu
svo margir í fundarhúsinu sem þar komust fyrir; jafnframt fóru veitingar
fram í tjaldskálanum; og enn var söngflokkur i kirkjunni, er söng þar um
daginn fyrir þá, er vildu. Nokkru eptir fundinn var slegið npp stórri veizlu
og stóð hún lengi með góðum fagnaði; voru þar drukknar margar skálar
og fyrir minnum mælt, og fórallt vel fram. Veizlunni stýrði Ásgeir bóndi
Einarsson á þnngeyrum, og fór honum það mjög stórmannlcga. Hjer um
bil 500 manna tóku þátt I hátíð þessari, og var þar margt heldri manna
úr hjeraðinu.
pJÓÐHÁTÍÐ SKAGFIRÐINGA var haldin á Reynistað 2. júlí.
pcgar að morgni var fagnaöarblæja upp dregin, en hátíðin byrjaði klukk-
an 11 með guðsþjónustugjörð í kirkjunni, og flutti Iljörleifur prestur Ein-
arsson frá Goðdölum þar rœðu. Eptir guðsþjónustuna tóku menn sjer hress-
ingu, og gengu síðan til fundarskála. Skála þann hafði Eggert sýslumað-
ur Briem, er nú býr á Reynistað, látið reisa á sinn kostnað; var tjald all-
mikið og haglega tilbúið reist yfir og fram af til skýlis fyrir fundarmenn;
en þaðvar gjört á kostnað allrar sýslunnar. Nú var fundur settur, ogvar
Ólafur umboðsmaðnr Sigurðsson í Ási kosinn fundarstjóri. Nefnd hafði verið
kosin áður, eins og hjáHúnvetningum,tilþess að undirbúa þjóðhátíðarhaldið og
tiltaka, hvað rœða skyldi á hátíðinni, það or verða mætti sýslunni til framfara.
Hafði nefnd sú tiltekið 4 mál, fyrst vorzlunarmál, þá brúagjörðir á 4 hættuleg-
ustu þverám í sýslunni, þá samtök í hveijum hrepp til að útvega sem flest hœg-
virknistól og vjelar til að flýta fyrir handiðnum, ogþá um búnaðarfjelög í sýsl-
unni og sparisjóð. Eigi urðu mál þessi fullroedd á fundinum,sökum naumleika
tímans, nema verzlunarmálið; að því er þaðmál snerti, var það samþykkt í
einu hljóði, að styðja fjelög þessi bæði með verzlun og tillögum. Síðan var fundi
slitið. Að því búnu var gengiö til samsætis. Veizlusalurinn var búinn hið bezta,
og komst þar fyrir nær 100 manna; reis nú npp hin kostulegasta veizla. Lands-
höfðingi Hilmar Finsenvar þá á embættisferð sinni um norðurland; sathann
að boðinu, og skipaði öndvegi; tóku Skagfirðingar honum hið bezta, ogvar
honum flutt kvæði að fornumsið; það kvæði hafði orkt Jón skáld Árnason
á Víðimýri. þá voru mörgminni drukkin og mælt og sungið fyrir. Eptir
máltíð tóku mcnn að skcmmta sjcr á ýmsan veg, svo sem mcð samrœðum,