Fréttir frá Íslandi - 01.01.1874, Síða 11

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1874, Síða 11
frJÖÐHÁTÍÐIN. 11 til kirkju; var peim raðað í kirkjunni í tvær raðir innan frá kór og fram að kirkjudyrum, beggja megin við göngin, þar sem konungur átti um að ganga. Ná tók fólk óðum að fiykkjast í kirkjuna, en lögreglustjóri var þar staddur með lögreglulijónum til að sjá um, að eigi yrði troðningar og ailt fœri fram sem skipulegast. Lítilli stundu síðar, eða kl. lO'/a kvað við lóðrablástur fyrir utan kirkjuna; kom nú konungur meðmikla sveitmanna og gekk í kirkju, en sveitir hermanna höfðu skipað sjer til beggja handa meðfram kirkjunni. Byskup var þegar áður til kirkju genginn, og var skrýddur fullum byskupsskrúða; en er konungur kom, gekk hann til móts við hann fram í kirkjudyr; ávarpaði hann konung þar mcð nokkrum orð- um, og fylgdi honum síðan inn að kör. Gokk þá konungur til sætis síns og svo prinzinn í stól landshöfðingjans innanvert á loptsvölunum öðrum megin; en þar utar af sátu admírallinn og yfirforingjar allra lierskipanna; í innstu bekkjunum niðri var skipað hinum göfgustu þjóðhátíðargcstum og svo öðrum liöfðingjum; en þar utar frá var múgurinn, ogvar kirkjan meir en alskipuð fólki. pá hófst guðsþjónustugjörðin, og fór hún fram á líkan hátt og vant er, nema með enn meiri viðhöfn. Byskup landsins, doktor Tjetur Pjetursson, fiutti töluna. Söngurinn fór fram hið hátíðlegasta með organslætti, en fyrir honum stóð organisti dómldrkjunnar, hinn ágæti söngmeistari Pjetur Guðjohnsen. Nýir sálmar voru sungnir, og voru þeir aliir orktir af hinu lipra sálmaskáldi prestaskólakennara Ilelga Ilálfdánar- syni, en einn lofsöngur var eptir þjóðskáldið Mattías Jokkumsson, með lagi eptir hið unga, íslenzka tónaskáld, Sveinbjöm Sveinbjömsen, organ- ista í Edinburgh. pá er guðsþjónustugjörðinni var lokið, gullu aptur við iúðrar, fyrir utan kirkjuna, og gekk þá konungur og sveit hans úr kirkju með hinni sömu skipan sem fyr, en síðan mannfjöldinn. Hinar messum- ar, sú um morguninn og sú, er haldin var síðar um daginn, fóru fram á líkan hátt, en mcð nokkuð minni viðhöfn. Dómkirkjupresturinn, Ilall- grímur Sveinsson, flutti þær báðar. Allar þrjár messumar fóru fram á ís- lenzku, en þótt margir liinna erlendu þjóðhátfðargcsta eigi slsildu þá tungu, ljetu þeir allir sjer mjög um finnast, hve þær hefðu verið veglegar og há- tlðlegar. Síðar um daginn, kl. 3*/», safnaðist mikill múgur manna saman á Aust- urvelli. Voru þar komnir fiestir bœjarbúar af öllum stjettum, karlar, kon- ur og börn, allir í hátíðabúningi; þar var og fjöldi manna úr grenndinni og nokkrir úr fjarlægum hjeruðum; ennfremur voru þar erlendir menn margir frá ýmsum þjóðum: Danir, Norðmenn, Svíar, pjóðverjar, Englend- ingar, Frakkar, Ameríkumenn, og enn nokkrir úr öðrum löndum. pá er allt fólkið var saman komið, var því fylkt til hátíðagöngu, og voru sex menn skipaðir í hverja röð. Síðan gengu menn þaðan, upp úr bœnum, og til Öskjuhlíðar fyrir austan bœinn. par var fyrirbúinn þjóðhátíðarstaður Reykvíkinga. Hafði þar verið rudd sljetta mikil og prýdd eptir föngum. Tjöld voru þar reist og svo sölubyrgi til vcitinga. Bœðustóll var þar og reistur, og stengur í kring mcð dönskum veifum á. Bœjarfógetinn, Lárus

x

Fréttir frá Íslandi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.