Fréttir frá Íslandi - 01.01.1874, Qupperneq 12

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1874, Qupperneq 12
12 t>JÓÐBÁTÍÐIN. Sveinl>j(>niseii, sfje fyrstur í rœðustólinn, og lýsti yfir því, að hátiðahald þetta væri sett og eptir pað mælti haiin fyrir minni konungs. |)á mailti yfirkennari latínuskólans, Iialhlór Friðriksson, fyrir minni Islands, og |>á yfirkcnnari hamaskólans, Iielgi Helgesen, fyrir minni Danmerkur, ogsíðan liver af öbrum fyrir ýmsum minnum; on kvæði voru jafnan sungin á milli, eptir þjóðskáldin Mattías Jokkumsson og Stcingrím Thorsteinsson. }>að var kl. 4, að hátíðarhald þetta var hyrjað. Konungur hafði jaftiframt boð mikið um daginn, og voru í hoði hans flestir hinir tignari höfðingjar, innlendir og útlendir. Horðsalur komuigs var saiur cinn langur í skóla- liúsinu; liöfðu konungsmcnn tjaldað hann allan dýrum tjöldum, og húið fánum og skjaidarmorkjum. Konungur sat á stóli fyrir miðju borði, og }>ar út í frá prinzinn og abrir höfðingjar á báöar hcndur; gegnt konungi sat stallarinn, og hafði, svo scm títt er, umsjón alla. Borðbúnaður allur var úr gulli og silfri, og að öllu var veizlan hin dýrlogasta. Voru þar ýms minni drukkin, og þá cr konungur mælti fyrir minni íslands, dundu 101 skot frá herskipunum á höfninni. Að lokinni voizlu þessari gckk kon- ungur og mcð honum margt tiginna manna til hátíðarstaðarins á Öskju- hlíð. Skömmu eptir að hátíðin hafði verið sett þar á hlíðinni, tók veður mjög að hvessa og gjörði norðanrok, en þar með fylgdi moldryk svo mikið, að lítt þótti við vært, og hörfuðu margir apturniður í bœinn. En umþað lcyti er konungur kom til hátíðarstaðarins, fór veðrið að kyrra, og gjörði gott veður; var þá fagurt að sjá þaðan af hæðinni út yfir nesin og vog- ana og skipin öll, er lágu á liöfninni, prúðbúin scm mcst mátti verða með marglitum fánum og öðru skipaskrauti; en hins vegar blöstu fjöllin fagur- lega við í kveldsólinni. Konungi var fagnað með skothríð stórri og marg- földu fagnaðarópi. Landfógeti Árni Thorsteinsson mælti þá til hans nokkr- um orðum og bað hann volkominn, og optir það var honum flutt kvæði eptir Mattías Jokkumsson. þá cr liljóð fjokkst, tók konungur til máls og þakkaði fyrir viðtökur þær, er honum væru vcittar, lýsti hann og gleði sinni yfir landi og þjóð, og kvað sjcr næsta kært, að geta sjálfur tekið þátt í þúsund ára hátíð þjóðarinnar; cnn fremur minntist hann á hina íslonzku stjórnar- skrá, og ljetí ljós þá von sína, að hún mundi verða til blessunarogheilla; og að síðustu mælti hann: „Lifi ísland! liíi hin íslenzka þjóð“. Kváðu þá að nýju við fagnaðaróp. Eptir það tókust rœður fjörugar. Fyrst mælti skáldið síra Mattías Jokkumsson fyrir minni Norðmanna, cn því svaraði skálilið Nordal Rolfsen frá Norvegi. þá mælti rektor Jón þorkelsson fyrir minni Svía, en því svaraði aðmírall Lagorkranz. þá mælti Eiríkur Magn- ússon, bókavörður frá Cambridge, fyrir minni Amoríkumanna, en því svar- aði skáldið Bayard Taylor frá Ameríku. þá mælti yfirkcnnari Ilelgi Hclge- sen fyrir minni Kleins ráðherra, en Klein svaraði aptur. Síðast mælti skólakennari Gísli Magnússon fyrir minni kvenna, og þá var sungið minni allra gestanna. Eptir það var konungi boðið inn í tjald, er reist hafði verið handa honum þar á hæðinni; neytti hann þar nokkurra hressinga, og gekk lmrt síðan með sveit sína; fylgdu honum fagnaðaróp fundarmanna.

x

Fréttir frá Íslandi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.