Fréttir frá Íslandi - 01.01.1874, Side 15
fjJÓDHÁTÍÐlN.
15
ist úr gjánni. par voru reist tjöld mörg. Eitt var peirra stœrst, og var
það ætlað til fundarhalds og til að veita par í viðtökur konungi. pað tjald
tók hátt á annað hundrað manna. Yfir fiví miðju gnæfði blátt merki, og
voru jiar á mörkuð orðin: „pjóðhátíð íslendinga 1874“. Miðlduti tjaldsins
var koilumyndaður, prýddur blómsvoigum og íslenzkum skjaldarmorkjum.
Báðum megin við þetta aðaltjald voru reistar upp 2 tjaldbúðir, er voru
áfastarvið það. par út frá voru reist nokkur stórtjöld í röð; stœrst þeirra
var tjald Reykvíkínga, þá tjald stúdcnta, þá tjald iðnaðarmanna o. fl.
Fyrir aptan þessi tjöld var ætlað svið öðrum tjöldum handalandsmönnum,
er þeii' kœmu til kátíðarinuar. Rœðustóll var reistur úr trje á hól einum
skammt frá aðaltjaldinu; var hann prýddur veifum og lyngfljettingUHi, en
þarút frá til beggja handa voru sett á háum stöngum merkiýmsra þjóða:
Dana, Norðmanna, Svía, pjóðverja, Englendinga og Bandaríkjamanna úr
Vesturheimi, en andspænis yfir á hrauninu gnæfði danncbrogsfáninn. possi
var hinn helzti viðbúnaður, er gjörður var til hátíðakaldsins á pingvöllum;
var hann royndur eigi mikill nje viðliafnarlegur sem vert hefði verið við
slíkt tœkifœri, en mjög var öllu haganlega og snilldarlega fyrir komið.
Fyrir viðbúnaði þessum stóð Sigfús ljósmyndari Eynmndarson með aðstoð
hins ágæta listamanns og fornfrœðings, Sigurðar málara tíuðmundssonar;
höfðu þeir viljað gjöra allan fyrirbúnaðinn miklu veglegri og stórkostlegri,
en fjc til þess fjekkst ckki, og fyrir pá sök fórst pað fyrir.
Svo hafði áður verið ráð fyrir gjört, er boðað var til hátíðar pessarar,
að um lcið væri haldinn allshcrj arjij óð f undur til að rœða ýms mikils-
varðandimál. í Jiessu skini höfðu 2 monn verið kosnir úr kjördœmihverju;
voru fieir nú flestir komnir að pingvöllum að kveldi hins 4. ágústm., úsamt
fjölda annara pjóðhátíðargesta; tjölduðu fieir á völlunum, en sumir í gjánni
eða fiá í hrauninu fyrir austan vellina. Daginn eptir dreif enn að fjöldi fólks
úr öllum áttum og tjaldaði hjá hinum. Að hádegi penna dag (6. ágúst)
settiforseti pjóðvinafjelagsins, Iialldór yfirkennari Friðriksson, pjóðfundinn
og Ijot pegar kjósa menn til að mœta á fundinum fyrir pau hjcruð, er
kjörnir mcnn eigi liöfðu lcomið úr; urðu hinir kjörnu menn pá 38 að tölu
Fyrst var pað gjört að umrœðum, hverir eiga skyldu atkvæðisijctt á fund-
inum, og var pað sampykkt að hann skyldu pcir cinir eiga, er kjömir væru,
en allur pingheimur skyldi par á mót hafa fullt málfrelsi. pá var Halldór
Fiiðriksson kjörinn fundarstjóri.
Hiðfyrsta mál, er rœtt var á fundi pessum, var um ávarp til kon-
ungs. pótti öllum fundarmönnum pað einkar vel hlýða, að varpa kveðju
á konung í nafni allrar pjóðarinnar, er hann kœmi á pingvöll, og pakka
honum sóma pann, er hann sýndi Islendingum með komu sinni; en eigi
urðu menn á eitt sáttir um pað, hvort minnast skyldi á stjómarskrána í
ávarpi pessu eða ekki; töldu sumir bezt að minnast hennar alls ekki, pví
að bæði hefði hún svo marga galla, að hún væri lítilla pakka verð, og par
að auk hefðu landsmenn svo mikið orðið að bcrjast til hennar, að varla
mætti hana gjöf kalla. Flestir könnuðust reyndar við að svo væri, en pótti