Fréttir frá Íslandi - 01.01.1874, Side 18

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1874, Side 18
18 {.JÓÐIIÁTIRIN. með sveit sinni gegnum mannliyrpinguna milli beggja fylkinganna, og kváðu J>á aptur við fagnaðaróp. Tjöldum konungs var skipað á {nngvallatúni, og fiangað reið konungur með svoit sína. Tóku fieir sjer far enn náttból svo sem í hið fyrra skiptið. Nú var tekið að rökkva, og gongu flestir fijóðhátíðargestir til tjalda sinna, og skemmtu sjer á ýmsan hátt fað er eptir var kveldsins, en tóku síðan á sig náðir, sváfu menn nú af um nóttina. Daginn eptir, hinn 7. ágúst, skyldi hæst standa hátíðin. Yeður var gott og blítt ummorgnninn, en loptnokkuð þungbúið. Voru flestirsncmma á fótum, og tóku menn nú að búa sig til að fagna konungi. Klukkan 10 kom konungur á hátfðarstaðinn með sveit sinni, og var allur mannfjöldinn fiar fyrir; fremstir stóðu menn fioir, er fœra skyldn konungi ávarp fund- arins, feir doktor Grímur Thomsen frá Bessastöðum, síra Stefán Thórar- ensen frá Kálfatjörn, og bcendnrnir Tryggvi Gunnarsson, Jón Sigurðsson og Torfi Einarsson. Gengu þeir fyrir konung, og las Grímur honum á- varpið í lieyranda hljóði. í ávarpi {icssu bnðu fundarroenn í nafni allrar fijóðarinnar konung velkominn á {icima fræga, fornhelga stað á þessari þúsund ára afmælishátíð kennar, hinn fyrsta konung, cr heimsótt hefði ís- iand í fiau þúsund ár, er landið hefði verið byggt. pá varnokktið minnzt á {irautir þær, cr fijóðin hefði orðið að þola á liðnum öldum, en jafiiframt iýst yfir fiví, að nú renndu landsmenn vonaraugnm fram á skeíð ókominna tíma og biðu þess að geta notið frelsis síns, er konungur fietta ár hefði voitt þeim með því að veita alþingi löggjafarvald og að miklu leyti fjár- forræði; var þar enn farið nokkrum orðum um stjórnarskrána, og þess getið, að hún hefði í sjer geymdan góðan vísi til eflingar framfara lantli og lýð, og þó að landsmcnn óskuðu bóta ogbreytinga á nokkrttm grcinnm hennar, þá bæru þeir það fullt traust til konungs, að hann mundi láta þá verða aðnjótaudi þeirra gœða, er tími og reynsla sýndi að væri þeim til hags og heilla. Konuttgur svaraði ávarpinu með nokkrum mildilegum orð- nm, cn þingheimur heilsaði honum með fagnaðarópum. Síðan hjelt kon- ungur áfram norður eptir völlunum milli fylkinganna, er skipað höfðu sjer líkt og daginn áður; hoilsabi hann ástúðlega til beggja handa og varpaði orðum á ýmsa, er næstir voru; en eptir það staðnæmdist hann gagnvart rœðustólnum, og skipaði þingkeimur sjer í hvirfing kringum hann. þá voru lesnar ttpp nokkrar kveðjttsendingar. Fyrst flutti skáldið Karl And- ersen ávarp frá hinum dönsku stúdentum, og annað frá fomfrœðafjelaginu í Kaupmannahtifn: þá Bærentsen kapteinn ávarp frá Færeyingum, þá Lag- erkranz admírall ávarp frá stúdentum í Lundi, og enn fremur Eiríkur Magnússon ávarp frá Amerikumönnum. pegar þessu hafði fram farið nokkra hríð, gekk konungur þaðan og reikaði til og frá um vellina; gekk hann einnig upp á gjáarbarminn hjá fossinum, þar sem áin steypist niður úr gjánni, og fannst mikið ttm tignarsvip staðarins, oigi síður en hið fyrra sinnið; en nú rikti eigi þögul kyrrð yfir hjeraðinu, svo sem þá er konung- ur kom á þingvöll áður. Allt var nú enn á ferð og flngi og alstaðar var fullt af fólki, bæði á völlunum, lögbergi, í hrauninu og gjánni. Niðri á

x

Fréttir frá Íslandi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.