Fréttir frá Íslandi - 01.01.1874, Page 26

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1874, Page 26
2G þjÓÐHÁTÍÐIN. —'“'1 konungsminni, en skáldið Benedikt Gröndal fyrir minni íslands og Jáns Sigurðssonar. Ján Sigiuðsson sat sjálfur að veizlunni, og skipaði öndvegi. Veizla þessi fór fram hið bezta; en er hún stóð sem hæst, kom hraðfrjett- arkveðja á íslenzku frá Friðriki krónprinz, er nú stýrði ríkinu heima í Danmörku, meðan Iíristján konungur faðir hans var x íslandsför sinni. Kveðja prinzins var á fiá leið: „par eð samgöngur við ísland eru ]tvi miður svo erviðar, að jeg get ekki sent kveðju rnína þangað í dag til hinna mörgu, sem þar eru nú saman komnir í nafni hátíðarinnar, verð jeg að láta mjer nœgja, að senda fxeirn. íslendingum, sem hjer eru, og halda 1000 ára hátíð- ina, mínar beztu óskir í tilefni hennar, í þeirri von, að böndin milli Dan- merkur og íslands megi nú eflast og styrkjast við það, að hans hátign konungurinn faðir minn er staddur á pinvelli í dag“. þá var skál prinz- ins drukkin með miklum fagnaði. Kefnd sú, er stýrði veizlunni (Olafur Sigvaldason læknir, Júlíus Havstcin kandidat og Páll Sigfússon stúdent), var þá valin til þess að votta prinzinum munnlega þakkir og hollustu fslend- inga í Kaupmannahöfn, og gjörði hún það daginn eptir. Önnur hraðfrjctt kom þá og frá Kristíaníu með heillaóskir til veizlugestanna, og með sjer- stakri kveðju íslcndingavinarins, hins nafnkunna myndsmiðs Korðmanna, Brynjúlfs Bergslions. Fleira bar cigi til tíðinda í hátíðarhaldi þessu. Þjóðhátíð íslendinga í Vesturheimi fór fram í borginni Mil- waukee í ríkinu Wisconsin 2. dag ágústmánaðar. Voru þar saman komnir nærfellt 70 íslendingar. pjóðhátíðarhald þetta byi'jaði með íslenzkri guðs- þjónustugjörð, og hófst hún stundn eptir hádegi í kirkju einni þar í borg- inni, er til heyrði lúterskum söfnuði norskum. Jón prestur Bjai’nason, sem er einn merkastur íslendingur þar vestur, flutti messuna; varþaðhin fyrsta íslenzka messugjörð í Vesturheimi, og hlýddi henni auk íslendinga mikill fjöldi manna, einkum af Korðmönnum. Eptir messu söfnuðust ís- lendingar saman fyrir kirkjudyrum, og gengu þaban í hátíðagöngu, tveir og tveir samsíða. út fyrir borgina. peir tveir karlmenn, er gengu í broddi fylkingar, báru hver sitt merki, annar stjörnufána Bandaríkjanna, en hinn fálka íslenzkan á blám feldi; þeir voru báðir í fomum íslenzkum þjóð- búningi. Kvennfólk gekk sjer á eptir, og bar margt þeirra íslenzkan {ijóðbúning. Á eptir fylgdi fjölmennur hópur af fólki því, cr verið hafði í kirkjunni. Kú var staðar numið í grasgarði einum miklum með skógar- runnum í og lundum á milli. Rœðustóll hafði verið reistur í lundi einum milli trjánna þar í garðinum; voru fánarnir settir beggja megin hans. Hátíðarhald þetta var sett moð langri rœðu, er Jón Ólafsson, fyrrum rit- stjóri blaðsins Gönguhrólfs, hjelt fyrir minni íslands. Að honni lokinni var Islandi óskað heilla með margföldu fagnaðarópi. þá voru sungin nokkur íslenzk þjóðkvæði, Eptir það mælti Ólafur Ólafsson, bóndi frá Espihóli, fyrir minni íslondinga í Vesturheimi, og þá Páll þorláksson stúdent fyrir minni Bandaríkjanna og sjer í lagi Korðmanna þar vestur; þá rœðu þakk- aði Gelmuyden, norskur prestur í Milwaukee. Eptir það mælti Jón prest- ur Bjarnason nokkur áminningarorð til Islendinga um að geyma vel tungu

x

Fréttir frá Íslandi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.