Fréttir frá Íslandi - 01.01.1874, Page 28
28
í>jóðh.4tiðin.
frjettaþráðum yfir Atlantshaf; dr. H a y s frá New-York, frægur maður af
heimskautaferðum sínum; Bayard Taylor frá New-York, frægur rit-
höfundur og skáld; Halstead úr Cincinnati, Knee 1 and frá Boston,
Stewart frá Michigano.fi. Frá Bretlandi komu meðal annara: Brown-
ing skáld, heiðurssekreteri listafjelagsins í London, Gladstone, sonur
hins nafnfræga stjórnvitrings með J>ví nafni, enn fremur Prior ogKent
frá London, M a c C a r t h y frá Birmingham, H a r r i s o n frá Wolver-
hamton og Burns frá Invernesso. fl. Enn fremur má nefna: Max Nor-
dau frá Ungaralandi, Davíð Ker úr Mið-Asíu, og Leitner, formann
stjómarháskólans í Lahore á Indlandi. J>á voru og enn ýmsir úr Frakk-
landi, pjóðverjalandi, Rússlandi og enn víðar að, sem oflangt yrði hjer upp
að telja. Sumir af ferðamönnum þeim er hjer hafa verið taldir, komu sinna
eigin erinda, til þess að taka sjálfir þátt í hátíð þjóðarinnar, en aðrir voru
sendir af erlendum íjelögum og vísindastofnunum til að flytja heillakveðju,
eða þá af ritstjóram frægra útlenzkra tímarita, til að skrásetja það er
hjer gjörðist á hátíðinni. Flestum gesta þessara fannst mikið koma til
lands og þjóðar, og sýndu þeir landsmönnum bæði velvild og heiður, enda
tóku landsmenn svo vel við þeim sem auðið varð og vel mátti sœma.
Af kveðj usendingum þeim, er komu úr öðrum löndum til þjóð-
hátíðarinnar, má fyrst nefna þær, er komu frá þeim fjórum háskólum
Norðurlanda: í Kaupmannahöfh, Kristjaníu, Uppsölum og Lundi; en auk
þeirra komu og kveðjusendingar frá stúdentum eða stúdentafjelögum við
hina sömu háskóla. J>á komu og kveðjur frá fornfrœðafjelaginu í Kaup-
mannahöfn, bœjarstjóminni i Kaupmannaliöfn, stórþingi Norðmanna í
Kristjaníu, Vestmannalaginu í Björgvin, þjóðfundi í prándheimi, frá Út-
þrœndum, frá Færeyingum o. s. frv. Öll lýsa ávörp þessi staklegri virð-
ingu, og bezta bróðurlyndi og ástarþokka til hinnar íslenzku þjóðar, og
bera þess ljósan vott, hversu innilega hlutdeild allar frændþjóðir vorar á
Norðurlöndum hafa tekið í þossari hátíð íslendinga; láta þau fullkomlega
á sannast ágæti hinnar íslenzku þjóðar að fomu og nýju, og viðurkenna,
hversu mikið öll Norðurlönd eigi Islandi að þakka í vísindalegum efnum,
eins og þau að hinu leytinu óska heilla og hamingju yfir land og lýð lun
ókomnar aldir.
pá er að geta um heiðursgjafir þær, er íslandi hlotnuðust á þús-
undára-afmæli þess, og bera þær eigi sízt vott um virðingu og ást ís-
landi til handa, eins og þær hins vegar eru vottur um veglyndi gofand-
anna. Fyrst má telja stórgjöf þá, er Kaupmannahöfn, höfuðborg Danmerk-
ur, gaf íslandi, enþaðvar líkneski Bertels Thorvaldsens, hinsheim-
fræga myndsmiðs, sem, eins og kunnugt er, átti íslonzkan föður og var í
þann legg kominn af gamalli íslenzkri ætt; líkneski þetta var steypt úr
bronze, og er ætlað til, að það verði sett á Austurvöll í Reykjavík. pá má
nefha gjöf þá, er gripasafnið í Gautaborg sendi stiptisbókasafninu í Reykjavík,
en það var snilldarverkið Fjölnissaga. Enn fremur sendi háskólinn í
Lundi stiptisbókasafninu 16tí merkileg frceðirit, og cru sum J>eirra í