Fréttir frá Íslandi - 01.01.1874, Page 48
48
MENNTDN.
raorkilogra, scm hartnser ekkert hefur vcrið ritað áður á íslenzkn um það
efni. 4, Macbetii, sorgarleikur eptir Shakspearo, þýddar á íslenzku af
Mattíasi Jokkumssyni. pessi sorgarleikur eptir eitt af heimsins mestu og
frægustu skáldum liefur meðal flestra menntaðra fijóða þótt eitt hið ágæt-
asta snilldarverk að skáldlegri tign og háum og djúpurn hugsunum. Hin
íslenzka þýðing er og talin ágætisverk, enda er þýðandinn kunnur að lip-
urleik sínum í því efni og frægur orðinn erlendis fyrir þýðingu sína á Fríð-
fijófssögu. 5, Grýla, eptir Jón Mýrdal. pað eru nokkur kvæði ogskáld-
saga, er nefnist „Vinirnir“. Kvæðin fivkja nokkuð misjöfn að kostum, og
sltáldsagan noltkru miður en ,,Mannamunur“ eptir sama höfund. 6, Á-
grip af söngreglum eptir Jónas Helgason; kemur fiað sjer einkar vel
nú á tímum, þar scm landsmenn cru nú farnir að leggja talsverða stund
á sönglist og hafa fátt við að styðjast í þeim efnnm. 7, Athugasemdir
um íslenzkar málmyndir eptir Jón porkelsson (prentaðar aptan við
skólaskýrslu), skarpviturlegar og nákvæmar, eins og allar málfrœðisritgjörðir
þessa ágæta vísindamanns.
Margt hefnr verið samið og prentað næstliðið ár í minningu eða til-
tilefni af þjóðhátíðinni. par til má telja þjóðhátíðarrœður byskups
Pjeturs Pjeturssonar og síra Jóns Bjarnasonar i Ameríku. pjóðkátíðar-
sálma Helga Ilálfdánarsonar, sem fyr er getið; enn fremur ýms þjóðleg
kvæði og minni eptir þjóðskáldin Mattías Jokkumsson, Steingrím Thor-
steinsson, Benedikt Gröndal, sömuleiðis skáldin Brynjólf Jónsson, Pál Ólafs-
son, Jón Hinriksson, Jónas Jónsson, Jón Árnason, Brynjólf Oddsson o. fl.
Hjcr cr og vert að gcta um Minningarbrjef um þúsundára bygg-
ingu íslands eptir Benedikt Gröndal; það er mynd, dregin upp með
miklu hugviti og hagleik. Á myndinni er sýnd steinbygging mcð hvelfdu
hliði og 2 súlum; á súlum þessum cru nöfn 32 helztu landnámsmanna, en
efst á hverri súlu stendur skál, er þrír laufgaðir kvistir spretta upp úr,
og eru á laufunum mörkuð nöfn ýmsra íslenzkra merkismanna að fomu
og nýju; inn um hliöið sjest fjallkonan sitjandi á jökli, og fyrir neðan hana
er uppdráttur íslands, umgirtur af landvættum hinna fjögra fjórðunga, en
upp yfir er Grœnland markað öðrum megin og Vínland hinum megin, til
minningar um það, að Islendingar fundu Ameríku fyrstir manna; neðst á
myndinni sjest Island í landsýn með fjöllum og hamrabeltum, fossum og
jöklum fyrir miðjunni, skínandi geislum upprennandi sólar, og Heklu og
Geysi sínu til hvorrar handar. Mynd þessari fylgja skýringar, og kvæði
um Island.
Um leið og minnzt er á bókmenntir íslands er vert að geta þoss, að
hin ágæta íslenzka skáldsaga Piltur og stúlka eptir Jón Thoroddsen
var næstliðið ár þýdd á dönsku af Káiund. dönskum frœðimanni, er dval-
ið hcfur á ísiandi hina 2 síðustu vetur.
Hið íslenzka bókmenntafjelag hefur ekkert gefið út næstliðið
ár annað en hinar venjulegn skýrslur og tíðindi. Fjelagsmenn þeir, ertil-