Fréttir frá Íslandi - 01.01.1877, Blaðsíða 7

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1877, Blaðsíða 7
LANDSTJÓRN. 7 um leið fram við konung þau atriði, er íslendingum væru nú mest áhugamál, og nefndi hann einkum til þess fyrirkomulag gufuskipsferðanna kringum strendur landsins. Konungur tók því máli vel, og kvaðst mundu fús að styðja að því, að leiða það mál til heppilegra lykta. Og jafnframt ljet hann í Ijósi lilýjan hug til íslendinga og umhyggjusemi fyrir framförum og velferð lands og lýðs í öllum greinum. Samkvæmt ályktun alþingis um presta- og kirknamálið gaf konungur út úrskurð 5. des., er bauð að setja 5 manna nefnd, til að semja frumvörp um nýja brauðaskipun og kirkna- skipun og gjöld til prests ogkirkju. í nefnd þessa skipaði landshöfðingi í umboði ráðherrans skiptsyfirvöld íslands: Berg amtmann Thorberg og Pjetur biskup Pjetursson, eins og alþingi hafði gjört ráð fyrir, og auk þeirra pórarirm prófast Böðvarsson, doktor Grím Thomsen og Einar alþingismann Ás- mundsson. Skyldi amtmaður vera formaður nefndarinnar. Jafn- framt var boðið, að láta fara fram nýtt brauðamat; skyldu stipts- yfirvöldin byggja á því tillögur sínar um málið, og leggja þær fyrir hjeraðafundi þá, er gjört var ráð fyrir í þingsályktuninni, og sem fyr er getið. Út af þingsályktuninni um bygging og ábúðþjóð- jarða, og brjefi ráðherra íslands 22. maí 1877 gjörði lands- höfðinginn ráðstafanir til þess að útvega allar skýrslur þessu máli viðkomandi, svo sem um ástand jarðanna, hlunnindi, áföll, jarðabœtur og leigumála, og leitaði jafnframt álits amtmanna og umboðsmanna, í hverjum aurum og eptir hvaða reglum ept- irgjaldið skyldi greiða, og sjorstaklega um það, hvort hentugt mundi vera að bjóða þjóðjarðir til ábúðar upp á uppboðsþingL Að því er Vestmannaeyjar snertir, var farið eptir því, sem þings- ályktunin mælti fyrir, og í nefnd þá, er þar er gjört ráð fyrir, kaus landshöfðingi þá Sighvat alþingismann Árnason, Sigurð dannebrogsmann Magnússon á Skúmstöðum og Skúla bónda porvarðsson á Fitjamýri. Með tilliti til þess, að frumvarpið til landbúnaðarlag- anna var eigi lagt fyrir þingið, skýrði ráðgjafinn frá því, að eigi hefði verið tími til að yfirvega þetta mikilvæga og um- íangsmikla mál svo ítarlega sem þyrfti, til þess að það yrði lagt

x

Fréttir frá Íslandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.