Fréttir frá Íslandi - 01.01.1877, Blaðsíða 29

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1877, Blaðsíða 29
MENNTIR. 29 ffiálum, 1. hepti 1875; atinaðist yfirrjetturinn sjálfur um út- gáfuna. Aðrar bœkur, er gefnar voru út sjerstakar, voru eigi margar í þetta sinn, og eigi margt um þær að segja. Hjer skulu þó taldar hinar helztu: Kristilegur barnalærdómur eptir lúterskri kenningu, saminn af prestaskólakennara Helga Hálfdánarsyni. Barnalærdóminum er hjer skipt í tvo aðalhluta, þannig að trúarlærdómurinn er sjer, en siðalærdómurinn sjer, og hvorum aðalhluta aptur sldpt í nokkra minni kafla. Alls er bókin í 240 greinum. Barnalærdómsbók þessi er að öllu ágæt- tega samin. Hún er hæfilega löng og efninu svo vel skipt og niðurraðað, sem kostur er á; lærdómsgreinarnar eru ljósar og gagnorðar, ritningargreinarnar heppilega valdar og vandlega þýddar, málið hreint og auðvelt. Að almannarómi tekur þessi barnalærdómsbök talsvert fram hinum eldri barnalærdómsbókum, og þykir sjálfsagt, að hún muni verða tekin í stað þeirra sem kennslubók handa börnum í trúarbrögðum. Safn til sögu íslands, gefið út af bókmenntafjelaginu. Meginhlutinn af þessu hepti safnsins eru lýsingar á örnefnum í fornum íslendingasög- um, eptir ýmsa frœðimenn íslenzka. Auk örnefnalýsinga þessara er þar ein ritgjörð merkileg eptir Arnljót prest Olafsson um varnarrit Guðbrands Hólabiskups, er verið hefur einhver mest- ur skörungur íslenzkra kennimanna síðan um siðabótina, bæði í því að efla upplýsingu og vanda um siðferði manna; en það er hvorttveggja, að hann var strangur maður, enda fœr hann hjer strangan dóm. Að öðru leyti er bæði ritgjörð þessi og eins varnarritin sjálf, sem tekin eru með, einkar fróðleg og til mik- illar skýringar á sögu landsins á þeirri öld. Nýtt smásögu- safn, þýtt á íslenzku og gefið út af doktor Pjetri Pjeturssyni, til ágóða fyrir prestaekknasjóðinn, vel valið og vel úr garðigjört. Smásögur handa unglingum, er Geir Yigfússon hefur safnað, nokkru miður vandaðar. Snót, nokkur kvæði eptir ýmiss skáld, gefin út af Gísla skólakennara Magnússyni og fieirum. í þess- ari útgáfu Snótar, sem er hin þriðja, er sleppt mörgum kvæð- um og vísum, er voru í annari útgáfu, en aptur tekin upp nokk- ur ný kvæði. í kvæðasafni þessu eru mörg hin ágætustu kvæði, er frumkveðin hafa verið á íslenzka tungu, og eru flest þeirra

x

Fréttir frá Íslandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.