Fréttir frá Íslandi - 01.01.1877, Blaðsíða 27

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1877, Blaðsíða 27
ATVINNUVEGIR. 27 vík (Fanny) lagði frá Seyðisfirði seint í september með aíia sinn, og ætlaði til Reykjavíkur; hún lenti í hrakningum miklum og náði loks landi við Færeyjar 19. okt. eptir mikið sjóvolk og þrautir; af henni komust allir lífs nema einn maður, er tekið hafði út, en eigi náðst. Skip strönduðu víða um haustið, eitt á Papós í sept., eitt á Grafarós í okt., eitt á Sauðarkrók, eitt fyrir Ólafsfjarðarmúla (Gefjun), bæði í nóvember, eitt á Strönd- um litlu síðar, enn fremur hákarlaskip af Langanesi við Seyðis- fjörð í október. Af ílestum þessum skipum varð mönnum bjarg- að. Af opnum skipum og bátum drukknuðu margir á árinu; í febr. drukknuðu 6 á ísafirði, 7 við Vatnleysuströnd, í apríl 7 frá Útskálum í Garði; í júní 7 við Akranes, 2 við Skógarströnd, 2 á ísafirði, 5 í Borgarfirði austur, í ágúst 2 úr Garði; í sept. 3 af Akureyri; í okt. 2 á Reyðarfirði, 4 á Hrútafirði, og víðar; í des. 4 fyrir Skriðunesenni. Nokkrir fleiri drukknuðu í sjó, og nokkrir sömuleiðis í vötnum á landi; í Grímsey drukknuðu 2 börn í brunni; einn kafnaði 1 brunni af loptleysi eða eitruðu lopti. 2 menn hröpuðu til bana í Öxnadal í jan., og einn í Drangey í júní. Margir urðu úti í illviðrum um veturinn; þar af 1 nálægt Reykjavík, 2 á Suðurnesjum, 1 á Holtavörðuheiði, 1 á Valafjalli, 1 í Bárðardal, 1 á Hallormstaðahálsi, 1 í Skrið- dal, og aptur um haustið í oktöber: 1 í Eskifirði, 1 í Vopna- firði, 1 í Eyjafirði (Lárus bóndi Thorarensen á Hofi). Nokkrir rjeðu sjálfum sjer bana, flestir í Arnessýslu. Heilsufar fólks var yfir höfuð að tala mjög gott um allt land árið um kring, að því undanskildu, að hettusótt gekk yfir mikinn hluta landsins framan af árinu. Hún kom upp á Austfjörðum haustið 1876, að sögn af útlendu skipi, og var kennt um hirðuleysi yfirvalds að gæta fyrirmælanna um sóttvarnir. Hún breyddist brátt út á báða vegu, suður í Austur-Skaptafells- sýslu annars vegar, en norður um land hins vegar. I byrjun ársins 1877 gekk hún einkum yfir Norðurland; þaðan fluttist hún vestur og suður með ferðamönnum og sjómönnum. A Suð- urlandi gekk hún mest að áliðnum vetri, helzt í sjávarsveitunum, þar sem margt var saman komið af sjómönnum. J>aðan fluttist hún eptir vertíðarlok með sjómönnum austur um sveitir, en var þá í rjenun, og er nokkrir hitar fóru að koma, dó hún smám-

x

Fréttir frá Íslandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.